Freyr - 01.09.1956, Blaðsíða 27
PRE YR
283
FREYR náði tali af sauðfjár- og jarð-
ræktarráðunaut Eyfirðinga, Inga Garðari
Sigurðssyni, um miðjan júní. Sagði hann
blaðinu eftirfarandi:
í Eyjafirði er sauðfjárræktin aukabú-
grein í flestum sveitum, en þó er mikill
áhugi fyrir henni þar. Sauðfjárræktarfé-
lög, eitt eða fleiri, eru starfandi í öllum
hreppum sýslunnar, nema 3.
Fyrir árið 1954—55 skiluðu 12 fjárrækt-
arfélög skýrslu til Bf. fsl. Til uppgjörs komu
1557 ær. í flestum félögum voru 23—24 kg
að jafnaði eftir á í félagi. Mestar afurðir
að meðaltali eftir á voru hjá fjárræktarfé-
lagi Ólafsfjarðar 26.4 kg, næst var fjár-
ræktarfélagið Neisti í Öxnadal með 25.9 kg,
og þriðja varð fjárræktarfélag Höfðhverf-
inga með 25.7 kg eftir félagsá. Rétt er að
geta þess hér, að þingeyskt fé er hjá Ólafs-
firðingum og Öxndælingum, en vestfirzkt í
Höfðahverfi.
Á félagssvæði Búnaðarsambands Eyja-
fjarðar eru 11—12 jarðýtur starfandi, auk
stærri hjóladráttarvéla, sem notaðar eru
við jarðvinnslu. Fjórar skurðgröfur verða
höggva í þær. Þar gat það ekki verið E-
vítamín sem hindraði óvanann. Ýmsum
hef ég ráðlagt að saxa vothey (gott og
grænt) og hafa það í hangandi vírpoka,
sem ungarnir geta etið úr. Hefur þetta gef-
ið góða raun, en minnast ber þess, að það
vothey má ekki vera gert úr trénuðum
jurtum. Hvort það er „atvinnan" eða E-
vítamín í votheyinu, sem þar hefur ráðið,
er ekki létt að svara, nema hvorttveggja
sé. G.
starfandi þar á svæðinu í sumar. í sumum
hreppum Eyjafjarðar má segja, að búið sé
að þurrka upp mest allt land, sem hægt er
að þurrka, en í öðrum hreppum eru enn
mikil svæði, sem bíða framræslu, t. d. Arn-
arneshreppur. Áburðarnotkun af tilbúnum
áburði er mjög mikil í Eyjafirði og er not-
að mikið af öllum áburðartegundum.
f desember og janúar gerði sn.jóa og frost
og hamlaði það samgöngum í héraðinu. í
febrúar og marz gerði hlýindi og tók þá
upp allan snjó, en í apríl og maí kólnaði og
gerði hríðargusur, en snjóa leysti þó alltaf
fljótt aftur. Fyrri hluti júnímánaðar var
kaldur og ef úrkoma var úr lofti, var það
snjór, þó ekki festi í byggð. Spretta var
yfirleitt rýr, sem eðlilegt var, vegna kuld-
anna. Yfirleitt gekk sauðburður vel, þrátt
fyrir kalt vor, en kostaði auðvitað mikla
fyrirhöfn og fóður.
Úr Breiðdal í lok júní, 1956:
Vorið hefur verið fremur kalt, og gróðri
þvi miðað hægt. Skepnuhöld munu góð, og
meira tvílembt en oftast áður, sem orsak-
ast af innigjafatímanum í desember og
janúar í vetur.
Byggingarframkvæmdir verða allmiklar,
bæði íbúðarhús og peningshús. Eitt nýbýli,
Tungufell í Þorvaldsstaðalandi, verður reist
í sumar. Búnaðarfélagið keypti steypu-
hrærivél og lánar bændum við þessar bygg-
ingnr. Einn bóndi setur súgburrkunarkerfi
í aðalheyhlöðu og a. m. k. tveir munu
byggia votheysgeymslur. Eru það auðvitað
allt of hægfara framkvæmdir í þeim efn-
um, þótt s. 1. sumar væri hagstætt og þetta
sé það ennþá. p. g.