Freyr - 01.09.1956, Blaðsíða 24
280
FRE YR
Húsmæðraþáttur
Frá slitum
húsmæðrakennaraskólans
í júní s.l.
Húsmæðrakennaraskóla íslands var slit-
ið 1. júní s.l., í hátíðasal Háskólans, að við-
stöddu fjölmenni. Var sú athöfn virðuleg
og með miklum myndarbrag.
í skólaslitaræðu gat skólastjórinn, ung-
frú Helga Sigurðardóttir, þess, að þrettán
húsmæðrakennarar hefðu brautskráðst að
þessu sinni, að afloknu tæpra tveggja ára
námi.
Því næst sagði hún:
„Eins og kunnugt er, þá skiptist skólinn
í 3 samfelld námstímabil, hið fyrsta hér í
Reykjavík, annað að Laugarvatni, en hið
þriðja hér í Reykjavík.
í lok fyrsta námstímabilsins var próf
tekið í matartilbúningi, bökun og híbýla-
fræði, ennfremur efnafræði. Þá flutti skól-
inn búferlum í húsakynni Húsmæðraskóla
Suðurlands að Laugarvatni og var þar
kennd garðyrkja fyrstu vikurnar . . . .“
Síðan mælti skólastjóri: „Það er mikil-
vægur liður í starfi hverrar húsmæðra-
kennslukonu að sýna áhuga og hæfni í því
að kenna verðandi húsmæðrum landsins
undirstöðuatriðin í ræktun matjurta, en þá
fyrst, þegar slík kennsla er komin á góð-
an rekspöl í húsmæðraskólunum, getum við
gert okkur vonir um, að ræktun og neyzla
grænmetis verði talin sjálfsagður hlutur á
öllum heimilum í landinu."
Skólastjóri gat þess, að stúlkunum hefði
verið kennt ýmiskonar föndur á Laugar-
vatni; ennfremur höfðu þær námskeið fyr-
ir ungar stúlkur og loks var farið á grasa-
fjall. í Reykjavík var svo aftur, á þriðja
námstímabilinu, snúið sér að bóklegu námi,
kennsluæfingum, hjúkrun í heimahúsum,
skoðuð söfn og verksmiðjur og farið í náms-
ferð upp í Borgarfjörð.
Sýningar í Reykjavík.
Þá mælti skólastjóri:
„Frá því að skólinn hóf starf sitt, hefur
það verið venja að hafa sýningar fyrir hús-
mæður. Á þessu skólatímabili hafa verið
haldnar tvær sýningar, sú fyrri í desember
1954, og var þá einkum sýndur jólaundir-
búningur. Var aðsókn mjög mikil og tala
gesta um 10 þúsund, þó að sýningin væri
aðeins opin í 2 daga, og álít ég, að slík að-
sókn sé mikil hvatning fyrir kennara og
nemendur í störfum þeirra.
Síðari sýningin var áhaldasýning, sem
haldin var fyrir atbeina og með styrk frá
Kvenfélagasambandi íslands.
Var sýningin haldin í tilefni af 25 ára af-
mæli Kvenfélagasambandsins dagana 9.—
12. júní 1955. Skólinn þakkar formanni
Kvenfélagasambandsins, frú Guðrúnu Pét-
ursdóttur, og stjórn sambandsins þá viður-
kenningu og traust, sem skólanum var sýnt
með því að fela honum framkvæmd sýning-
arinnar.
Heimilisáhöld og tœki.
Markmið sýningarinnar var að kynna
húsmæðrum ný heimilisáhöld og rafmagns-
tæki. Nemendur skólans héldu smá sýn-
ingarkennslu og sýndu mismuninn á gerð
og smíði vandaðra hluta og þeirra, sem ekki
eru eins hentugir og þægilegir við heimilis-
störf. Skólinn aflaði sér þeirra áhalda, sem
fáanleg voru hérlendis, en útvegaði þar að
auki nýjustu áhöld, valdar þær gerðir af
þeim, sem viðurkenningu hafa hlotið þar á
rannsóknarstofum og við töldum helzt eiga
erindi hingað til okkar.
Um 200 formönnum kvenfélaga víðs veg-
ar að af landinu var boðið á afmælishátíð
Kvenfélagasambandsins og vona ég, að þær
hafi haft gagn og gaman af þessari sýn-
ingu. Vona ég einnig, að þau kynni, er þær
fengu þar af starfsemi Húsmæðrakennara-
skóla íslands, verði vísir að nánara sam-
starfi milli hans og þeirra, er hafa forust-
una í félagsmálum kvenna og starfandi hús-
mæðra í landinu.
Það er skoðun mín, að húsmæðraskólarn-
ir þurfi að hafa náið samband við hinar
starfandi húsmæður, en til þess, að þetta