Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1956, Blaðsíða 19

Freyr - 01.09.1956, Blaðsíða 19
FREYR 275 að láta handsama sig — það er nú allt annað. Því skyldu þessi frjálsu dýr láta manninn stiórna gerðum sínum og förum? Hér fæð- ast folöldin úti í víðáttunni. Hér er alltaf skjól í skógum og rióðrum og hér er næst- um aldrei vetur, svo að ekki er torvelt að siá sér farborða, enda er víðáttan nóg og grasið gott. En þrátt fyrir þessa frjálsu tilveru eru skepnurnar svo nærri ,,menningunni“, að þær hafa alizt upp með hana fyrir augun- um og orðið að laga sig að hennar háttum. Þeim verður ekki bylt við, þó að bílskrjóður komi skröltandi eftir veginum. Það er ólík- legt. Hér hefur folaldið fæðst og hér hefur tryppið orðið að hrossi. Hví skyldi það víkja þó að landshornaflækingur norðan frá heimskautsbaug sitii á stálfjöðrum, í málmhúsi á gúmmíhjólum, og þeysi eftir þessum eggsléttu vegum. Hesturinn hugs- ar: Við erum báðir Englendingar, bílstjór- inn og ég, og nú get ég ráðið hraðanum, — bílstiórinn bráðum. Og svo stendur klár- inn hér þversum á götunni og hrærir sig ekki um þverfet fremur en kastanían þarna við veginn, þó að gaulpípa bílsins láti ófrið- lega rétt við stöðu klársins. Nei, ekki að víkj a.----Ætli virkilega að hann hafi lært kjörorðið: ..Aldrei að víkja“? Hann hagar sér að minnsta kosti í samræmi við það, og okkur er tjáð, að hið sama geri fjöldi þeirra rúmlega 1000 hesta, sem hafast við á þess- um slóðum. lilli Wm ■ . í Asnarnir gœða sér á gróðri eins og þeim, er vex í suðrœnum löndum, en hér er hlý veðrátta.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.