Freyr - 01.09.1956, Blaðsíða 23
Í-REYR
279
höfrum og maís blandaö til helminga og
malað. Þurftum við að mala einu sinni i
hverri viku. Fjós og hlaða er hér eitt og
sama hús, og er fjósið raunverulega undir
hlöðunni, eins og hér tíðkast alls staðar.
Þarf því ekki annað en moka heyinu niður
um op á hlöðugólfinu, þegar kúnum er
gefið. Til þess að hægt sé að hafa þetta
fyrirkomulag á, er nauðsynlegt að hafa
heyblásara til að blása heyinu upp í
hlöðuna, þegar hirt er, því að hlöðurnar
eru nokkuð háar með þessu móti. Hálm-
ur er einnig geymdur á hlöðuloftinu
og mokað niður í fjósið á sama hátt og
heyinu, en hann er allur notaður í básana,
undir kýrnar. Þetta leiðir það af sér, að
mykja er mjög hálmborin, en mykjunni er
ekið á akrana á hverj um einasta degi, enda
eru haugstæði hvergi. Er mykjudreifari að
sjálfsögðu notaður við það verk. Flórinn,
sem aðeins er eitt fet á breidd, er mokaður
með færibandi, en sá útbúnaður er ekki
sem beztur og fer oft úr lagi. Flórmokarar
sem þessir hafa að vísu verið endurbættir
nokkuð, en erfitt er að gera þá fullkomna,
þar sem flórkeðjan er meira en 60 metrar,
eins og hér er. Bændur hér á slóðum hafa
yfirleitt talsvert af svínum. Gylturnar eru
látnar bera tvisvar á ári. Grísunum er ekið
á markað þegar þeir eru 5 y2—6 mánaða
gamlir, en verð á þeim er mjög mismun-
andi, breytilegt frá degi til dags. Hér í Wis-
consin eru bændur algerlega háðir mark-
aðsframboði í Chicago, því þangað fer
mestur hlutinn af framleiðsluvörunum, og
það er sú borg, sem ræður markaðsverðinu,
enda þótt þorp og borgir í fylkinu séu næst-
um því eins þétt og sveitabýlin heima á ís-
landi. Er það mjög algengt hér, að landbún-
aðarfólk og bændur búi i þorpum, en aki
á hverjum morgni til vinnu á búgörðunum,
en heim aftur á kvöldin. Það kemur sér vel,
aö bílar eru fáanlegir hér.
Eitt er það, sem kemur íslendingi dá-
litið spánskt fyrir sjónir hér, en það er,
þegar gestur kemur á bæ einhverra erinda,
þá er honum hvergi boðið inn upp á kaffi.
Það tíðkast hvergi hér; menn eyða ekki
tíma í slíkt. Hins vegar eru heimboð tíð, og
skemmtir fólk sér þá oft við að horfa á
sjónvarp, en það er nú orðið alls staðar hér.
Sjónvarpið hefur gert það að verkum, að
kvikmyndasýningahús hafa flest gefið upp
á bátinn í hinum smærri þorpum, en i
stærri þorpunum eru kvikmyndahús, sem
sýna með mjög nýrri aðferð, en það eru
þriggja vídda litkvikmyndir. Samkeppni á
milli hinna óteljandi mörgu fyrirtækja er
alveg gífurleg, og þarf fólk ekki að eiga i
erfiðleikum með að fá það af vörum og öðru,
sem það þarfnast.
Bæöi sjónvarpsstöðvar og útvarpsstöðvar
eru allar algerlega reknar af auglýsendum,
svo að fólkið þarf engin afnotagjöld að
borga af slikum hlutum.
Fólk hér er kirkjuræknara en heima er
almennt, og fara flestir í kirkju á hverjum
sunnudegi. Trúarbrögð eru margvísleg, og
er ekki óalgengt, að tvær eða fleiri kirkjur
sín frá hverjum trúarflokki, séu í einu smá-
þorpi. Fólk það, sem ég er hjá ,er Lúthers-
trúar, en guðsþjónustur í lútherskum kirkj-
um hér eru mjög svipaðar og heima, að
öðru leyti en því, að hver kirkjumeðlimur
verður að borga ákveðna upphæð í pening-
um í hvert skipti, sem hann er við kirkju.
Rennur skattur þessi síðan til viðhalds
kirkjunni, en mestur hlutinn þó til prest-
anna, en þeim er ekkert borgað úr ríkis-
sjóði eins og heima er gert.
Ég hef nú vikið að fáu einu af því, sem
hér gerist, en það er ekki svo auðvelt að
gera því góð skil í stuttri grein. Ég mun ef
til vill síðar skýra lítillega frá heyskapar-
aðferðum hér og öðru því, sem mætti vera
til einhvers fróðleiks fyrir lesendur.
Öxlar með hjólum
fyrir aftanívagna og kerrur, bæði vöru-
bíla- og fólksbílahjól á öxlunum. Einnig
beizli fyrir heygrindur og kassa. Til sölu
hjá Kristjáni Júlíussyni, Vesturgötu 22,
Reykjavík, e. u.
Póstkröfusendi.