Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1956, Blaðsíða 5

Freyr - 01.09.1956, Blaðsíða 5
PRE YR 261 HALLDÓR PÁLSSON: Frá fjárræktarbúinu á Hesti Framhald. IV. Frjósemistilraunir. Veturinn 1954—’55 voru gerðar tvenns konar frjósemistilraunir á ám á Hesti, ann- ars vegar með notkun hormónalyfs til þess að auka fi’jósemina, og hins vegar voru bornar saman tvær aðferðir við að ala til frjósemi fyrir og um fengitímann. A. Hormónatilraunirnar: Tilraun sú, sem gerð var veturinn 1953—’54, var endurtekin á sömu ám, og verður hún hér og framveg- is nefnd hormónatilraun nr. I á Hesti. Haustið 1954 voru lifandi 18 ær af þeim 20, sem voru upphaflega í hormónaflokkn- um, en 19 af samanburðaránum. Þessum ám var beitt fyrir og um fengitímann, og voru þær fóðraðar ríflega viðhaldsfóðri. Prá 15. des. til 10. jan., að báðum dögum með- töldum, eyddist í þær 23,4 kg taða og 0,95 kg karfamjöl eða 12,7 F.E. pr. á. í hverja af hormónaánum var spraut.að 750 alþjóðaein- ingum af gonadotrop hormón eða sama magni og árið áður, og sömu ærnar voru hafðar til samanburðar. Hormón þessi var þurrkað duft úr hryssu- serum, framleitt af Lövens kemiske fabrik- ker í Kaupmannahöfn, kallað „Antex Leo“. Tafla I sýnir árangur tilraunarinnar. fjósum en óhreinum og minni líkur fyrir júgurbólgu, ef fjósin eru sótthreinsuð. Þeir, sem ekki hafa enn kalkað fjósin, eftir að kýr voru látnar út í vor, ættu því að gera það nú. Athugið einnig básana, hvort þeir eru þægilegir og í góðu lagi. Kýrnar eiga að vera á þeim óslitið 8 til 9 mánuði. Því er mikilvægt, að vel fari um þær. Mörgum gengur illa að halda kúnum hreinum að haustlagi, og oft lagast það ekki fyrr en komið er fram á miðjan vet- ur og kýrnar farnar úr hárum. Þær eru loðnar eftir útiveruna, og því vilja óhrein- indi frekar festast í lærum. Klippið lærin strax, þegar vill fara að bera á kleprum í þeim, en klippið ekki júgrið, fyrr en hætt er að láta kýrnar út, þar sem kuldi á júgri minnkar viðnámsþrótt kýrinnar gagnvart júgurbólgu. Og svo borgar sig að eyða dag- stund til að sauma teppi á kýrnar úr pok- um og hafa þau tilbúin, ef veður gerast válynd. Mjólkurframleiðslan er mjög misjöfn að magni eftir árstíðum, langminnst á haust- in. Hefur þá til skamms tíma borið á mjólk- urskorti í kaupstöðunum á Suð-Vesturlandi og kauptúnum á Vestur- og Austurlandi. Síðustu árin hefur þó ekki borið teljandi á slíkum skorti á Suð-Vesturlandi. Alllengi hefur verið unnið að því að bæta úr þess- um ágalla á helztu mjólkurframleiðslu- svæðunum, m. a. með því að greiða sér- staka haustuppbót til framleiðenda fyrir mjólk framleidda í sept., okt. og nóvember. Er féð fengið á þann hátt, að greiða til- tölulega minna fyrir mjólk framleidda á öðrum tímum árs. Þetta hefur borið nokk- urn árangur. Það virðist ekki vera ástæða til að óttast mjólkurskort í haust á Suður- landi að því er séð verður, og til þess má heldur ekki koma, að hann verði. Ætti mjólkurskortur aldrei að eiga sér stað neins staðar á landinu. Neytendur og framleiðendur eru háðir hverjir öðrum. Framleiðendur eiga rétt á að fá vöru sína greidda sanngjörnu verði og neytendur eiga siðferðislegan rétt á því, að varan sé góð og alltaf til, svo framar- lega sem samgöngur teppast ekki og árs- framleiðslan er nægjanleg. Því ber að vinna að því, að haustfram- leiðsla mjólkurinnar verði nóg. Það er allra hagur. E

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.