Freyr

Årgang

Freyr - 15.04.1960, Side 50

Freyr - 15.04.1960, Side 50
154 FRE YR Fyrirmæli um litarmerkingar á sauðfé vorið 1960 1. gr. Sauðfé og geitfé skal merkja, áður en því er sleppt frá húsi í vor, samkvæmt fyrir- mælum þessum. Merkja skal greinilega, þannig að má'.a hornin bæði að aftan og framan, en forðast þó að mála yfir brenni- mörk. Kollótt fé skal merkja á hnakka, hægri eða vinstri kjamma eftir því sem við á. Þess skal gætt að endurmerkja fé við rúning, eftir því sem þörf krefur. 2. gr. í Mýrdal skal merkja féð með krómgulum lit á bæði horn. 3. gr. Féð í Rangárvallasýslu austan Ytri-Rang- árgirðingar skal vera ómerkt. 4. gr. Á svæðinu milli Ytri-Rangárgirðingar og Þjórsár skal merkja féð með rauðum lit á bæði horn. 5. gr. Á svæðinu milli Þjórsár og Hvítár—Ölfus- ár skal merkja féð með bláum lit á bæði horn. 6. gr. í Biskupstungum skal merkja féð með grænum lit á hægra horn. 7. gr. í Grímsnesi, Laugardal og Þingvallasveit, austan Þingvallavatns og Þjóðgarðsins, skal merkja féð með grænum lit á bæði horn. 8. gr. í ÞingvaUasveit, vestan Þingvallavatns og Þjóðgarðsins, Kjós Kjalarnesi og Mosfells- sveit, skal merkja féð með rauðum lit á bæði horn. Fé, sem haft kann að verða í einangr- un á tilraunastöðinni á Keldum, skal merkja með dökkbláum lit á bæði horn. Annað fé vestan Ölfusár og á Reykjanesskaga skal vera ómerkt. 9. gr. í Borgarfjarðarsýslu, sunnan Skorradals- girðingar skal merkja féð með krómgulum lit á bæði horn. Annað fé í Borgarfjarðar- sýslu og Hvítársíðu ofan varnargirðingar skal vera ómerkt. 10. gr. í Mýrasýslu vestan Hvítársíðugirðingar og austan Langár og í Dalasýslu austan Hörðu- dals og sunnan Haukadalsgirðingar skal merkja féð með rauðum lit á bæði horn. 11. gr. í Mýrasýslu vestan Langár, í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu austan Snæfellsnes- girðingar og í Hörðudal í Dalasýslu skal merkja féð með hvítum lit á bæði hom. 12. gr. í Miklaholtshreppi, Helgafellssveit og Stykkishólmshreppi skal merkja féð með bláum lit á bæði horn. Annað fé á Snæ- fellsnesi skal vera ómerkt. 13. gr. í hólfinu milli Haukadalsgirðingar og Hvammsfjarðargirðingar skal merkja féð með grænum lit á bæði horn. í Dalahólfinu milli Hvammsf j arðar—Hrútaf j arðargirð- ingar og Gilsfjarðar—Bitrufjarðargirðing- ar skal merkja féð með krómgulum lit á bæði horn. 14. gr. í hólfinu frá Gilsfjarðar-Bitrufjarðar- girðingu að Berufjarðar—Steingrimsfjarð- argirðingu skal merkja féð með bláum lit á bæði horn. í Gufudalssveit og Nauteyrarhreppi skal merkja féð með rauðum lit á bæði horn. Allt fé á Vestfjörðum þar norðan við skal vera ómerkt. Einnig skal vera ómerkt allt fé á svæðinu frá Hrútafjarðargirðingu að Miðf j arðargirðingu.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.