Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1960, Blaðsíða 50

Freyr - 15.04.1960, Blaðsíða 50
154 FRE YR Fyrirmæli um litarmerkingar á sauðfé vorið 1960 1. gr. Sauðfé og geitfé skal merkja, áður en því er sleppt frá húsi í vor, samkvæmt fyrir- mælum þessum. Merkja skal greinilega, þannig að má'.a hornin bæði að aftan og framan, en forðast þó að mála yfir brenni- mörk. Kollótt fé skal merkja á hnakka, hægri eða vinstri kjamma eftir því sem við á. Þess skal gætt að endurmerkja fé við rúning, eftir því sem þörf krefur. 2. gr. í Mýrdal skal merkja féð með krómgulum lit á bæði horn. 3. gr. Féð í Rangárvallasýslu austan Ytri-Rang- árgirðingar skal vera ómerkt. 4. gr. Á svæðinu milli Ytri-Rangárgirðingar og Þjórsár skal merkja féð með rauðum lit á bæði horn. 5. gr. Á svæðinu milli Þjórsár og Hvítár—Ölfus- ár skal merkja féð með bláum lit á bæði horn. 6. gr. í Biskupstungum skal merkja féð með grænum lit á hægra horn. 7. gr. í Grímsnesi, Laugardal og Þingvallasveit, austan Þingvallavatns og Þjóðgarðsins, skal merkja féð með grænum lit á bæði horn. 8. gr. í ÞingvaUasveit, vestan Þingvallavatns og Þjóðgarðsins, Kjós Kjalarnesi og Mosfells- sveit, skal merkja féð með rauðum lit á bæði horn. Fé, sem haft kann að verða í einangr- un á tilraunastöðinni á Keldum, skal merkja með dökkbláum lit á bæði horn. Annað fé vestan Ölfusár og á Reykjanesskaga skal vera ómerkt. 9. gr. í Borgarfjarðarsýslu, sunnan Skorradals- girðingar skal merkja féð með krómgulum lit á bæði horn. Annað fé í Borgarfjarðar- sýslu og Hvítársíðu ofan varnargirðingar skal vera ómerkt. 10. gr. í Mýrasýslu vestan Hvítársíðugirðingar og austan Langár og í Dalasýslu austan Hörðu- dals og sunnan Haukadalsgirðingar skal merkja féð með rauðum lit á bæði horn. 11. gr. í Mýrasýslu vestan Langár, í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu austan Snæfellsnes- girðingar og í Hörðudal í Dalasýslu skal merkja féð með hvítum lit á bæði hom. 12. gr. í Miklaholtshreppi, Helgafellssveit og Stykkishólmshreppi skal merkja féð með bláum lit á bæði horn. Annað fé á Snæ- fellsnesi skal vera ómerkt. 13. gr. í hólfinu milli Haukadalsgirðingar og Hvammsfjarðargirðingar skal merkja féð með grænum lit á bæði horn. í Dalahólfinu milli Hvammsf j arðar—Hrútaf j arðargirð- ingar og Gilsfjarðar—Bitrufjarðargirðing- ar skal merkja féð með krómgulum lit á bæði horn. 14. gr. í hólfinu frá Gilsfjarðar-Bitrufjarðar- girðingu að Berufjarðar—Steingrimsfjarð- argirðingu skal merkja féð með bláum lit á bæði horn. í Gufudalssveit og Nauteyrarhreppi skal merkja féð með rauðum lit á bæði horn. Allt fé á Vestfjörðum þar norðan við skal vera ómerkt. Einnig skal vera ómerkt allt fé á svæðinu frá Hrútafjarðargirðingu að Miðf j arðargirðingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.