Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1966, Síða 17

Freyr - 15.02.1966, Síða 17
fengu 3var yfir sumarið fulla ormalyfsgjöf af phenothiazinedufti. Með talningu ormaeggja í saur, ákvörðun á ormafjölda og ormategundum við slátrun lambanna 1. okt. var gerður samanburður á ormatölu og ormategundum í beitarhólfa- fénu og þeim kindum, sem gengu frjálsar á fjalli. — Einnig fékkst samanburður á því fé í hólfunum, sem gefið hafði verið ormalyf (phenothiazine) þrisvar yfir sumarið og hinu, sem ekkert ormalyf hafði fengið. Helztu niðurstöður af beitarhólfatilraun- inni voru þessar: Hvað ærnar snertir voru þær til jafnaðar með um og yfir 1000 orma- egg í 1 grm. af saur 1 lok maí, en voru í júlí og ágúst komnar niður fyrir 100 egg 11 grm., og hélzt sú eggjatala fram á vetur. Enginn munur kom að haustinu fram á ormaeggja- tölu í saur hjá þeim ám, sem gengu frjálsar á fjalli og hinum, sem voru í beitarhólfun- um. Ærnar í hólfunum þyngdust að meðal- tali um 8,6 kg yfir sumarið, en þær, sem frjálsar voru, aðeins um eitt kg. — Orma- lyfsgjafirnar yfir sumartímann virtust ekki hafa neina þýðingu til bóta miðað við af- urðir að haustinu. Ánum var ekki slátrað, og því fékkst ekki tækifæri til að gera orma- athuganir á þeim. — 1 lömbunum varð fyrst vart ormaeggja í saur í lok maí og fyrri hluta júní. í lok júní var meðaltal ormaeggja í einu grm. orðið um 650, en tvöfaldaðist í september, og 1. okt. fundust til jafnaðar um 1300 ormaegg í grammi. Til samanburðar var þá ormaeggjatala þeirra lamba, sem gengu frjáls, um 500 í 1 grm. af saur. Við slátrun 1. okt, reyndist fjöldi orma að meðaltali sem hér segir: 1) í lömbum, sem höfðu gengið frjáls, fundust alls um 3 þús. ormar. 2) í lömbum úr beitarhólfi B-2 um 23 þús. ormar. ^ 3) í lömbum úr beitarhólfi B-3 um 25 þús. ormar. Fyrsta okt, var ormafjöldinn þannig 7—8 sinnum meiri í lömbum beitarhólfanna en í þeim lömbum, sem gengið höfðu frjáls á fjalli. Alls fundust í lömbunum 10 ormateg- undir og 4 undirtegundir, sem allar eru al- gengar í sauðfé hér á landi, en auk þess mikið af ungum ormum eða ormalirfum. Mismunur á fjölgun orma eftir tegundum var mjög mikill. Einstaka ormategundum fjölgaði alls ekki í beitarhólfunum, en á öðrum varð fertugföld aukning eða meira. Lirfufjöldinn og niðurstöður af talningu ormaeggja sýndu greinilega, að ormunum hafði fjölgað mest í septembermánuði. Þrátt fyrir aukningu ormanna í beitarhólfa- lömbunum reyndist fallþungi þeirra dilka sá sami og hinna, sem gengu frjálsir (með- alþungi 14,64 og 14,36 kg), en mörin var 16% meiri í þeim lömbum, sem verið höfðu í beit- arhólfum. Ormalyf sgj afirnar, phenothiazineduf tið, reyndist engin áhrif hafa á þrif lambanna yfir sumarið né á ormatöluna að haustinu. í beitarhólfi B2, sem hafði verið notað fyrir tilraunafé árið áður, fundust til jafn- aðar um 4 þúsund flækjuormar (nematodir-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.