Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.02.1966, Qupperneq 24

Freyr - 15.02.1966, Qupperneq 24
98 FREYR Frá HOLLANDI Búvélasýningin í Amsterdam Þegar við heimsækjum búvélasýningar er- lendis, verður okkur sennilega fyrst til að hugsa: Er hér nokkuð nýtilegt fyrir okk- ur? Það, sem við rekum augun í, eru stórar skurðþreskivélar, upptökuvélar fyrir rófur þurrkstöðvar fyrir korn, allskonar garð- yrkju- og akuryrkjuverkfæri. En ef betur er að gáð, sjáum við ýmislegt, sem gæti komið að gagni hér, þannig var það fyrir mér á vélasýningunni í Amsterdam. Við nánari athugun var þar miklu fleira, þar var sýndur margvíslegur búnaður til að létta fjósastörfin, t. d. rennuflórar, færibönd í flóra, sníglar, dælur, básar og jötur af mis- munandi gerðum. Uppi virðist nú stefna í Hollandi að byggja fjós með flórrennu. Höfð er þró við enda fjóssins, sem dælt er upp úr og það gert af verktökum, enda voru á sýningunni stórir, mjög áberandi tankar með dælum, sem dæla öllu lofti úr tönkunum, og vegna Hollenzk yngismœr, leiðbeindi gestum ó búvélasýningunni undirþrýsting sogast mykjan upp í tankinn. Síðan er lofti dælt í tankinn, þegar mykj- unni er dreift. Margar gerðir af flórristum voru sýndar, aðallega var um að ræða ristar úr sívölu járni (kambstáli). Af heyvinnuvélum er ekki um veruleg- ar nýjungar að ræða. Helzt eru það ýmsar gerðir af sláttuvélum t. d. með litlum hníf- um á hringjum (tromlum), sem drifnir eru af aflúrtaki dráttarvélarinnar, og skila grasinu í 2 múgum. Ennfremur sláttu- vélar með 2 eða fleiri diskum, sem á eru flestir stórir hnífar. Afkastamiklar vélar, sem þeyta grasinu aftur, svo það liggur ekki þétt eins og eftir venjulega sláttuvél. Sýndar voru vélar og verkfasrl hvaðan af úr heiminum.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.