Freyr - 15.02.1966, Page 29
FREYR
103
fréttabréfi í áliðnum september á þessa leið, um
sumarið:
„Fé gekk vel undan og fjárhöld voru yfirleitt góð,
en heyleysis varð Iítið vart. Tún spruttu seint, eink-
um þar sem þau höfðu verið beitt. Heyskapur byrj-
aði ekki fyrr en komið var fram í júlí, eða nær
þrem vikum seinna en stundum undanfarin ár.
Mátti heita, að hann gengi vel hjá þeim, sem
höfðu súgþurrkun, því þótt þurrkar væru daufir og
jafnaðarlega næturþokur, þá voru úrfelli lítil. Hélzt
svo framundir ágústlok. Síðan hafa þurrkar verið
sáralitlir svo að þeir sem þá áttu úti af fyrra slætti,
eiga sumir mikið úti enn og það hálfónýtt. Spretta
var mjög lítil og Ienti seinni slátturinn í hrakningi.
það má því fullyrða, að heyfengur sé ekki mikill og
misjafn að gæðum. Þetta sumar hefir einkennt sig,
frá öllum öðrum sumrum á þessari öld, af því hvað
það hefir verið þokusamt. Kartöfluuppskera lítil i
köldu surnri."
Ég tel hætt við því, að einhverjum bændum í
Norður-Þingeyjarsýslu hafi orðið það á, að bíða of
lengi eftir grasinu áður en þeir hófu slátt. Sú fregn
kom úr Breiðdal í sumar, að bændur þar biðu eftir
sprettu, og þegar þeir ætluðu að byrja sláttinn tók
að rigna svo að ekki var farið að slá fyrr en í ágúst.
Mjög oft er það að sumartíð er betri vestan Vaðla-
heiðar en austan. Mun afkoma eyfirzkra bænda á
þessu ári sízt lakari en hér i Suður-Þingeyjarsýslu.
Björn Jónsson, hreppstjóri í Bæ, segir í bréfi til
mín dagsett 10. des s. I., að ísakuldinn hafi tafið
mjög fyrir vorgróðri, þó hafi fénaður allur gengið
vel undan um Skagafjörð. Dilkar í Austursýslunni
hafi lagt sig með einu kg meira skrokkþunga en
haustið 1964. Sláttur hófst yfirleitt um mánaðarmót
júní og júlí og varð heyfengur víðasthvar góður um
Skagafjörð. Segir Björn og að bændur sem beztan
höfðu vélakost, hefðu lokið slætti í lok ágúst. Kart-
öfluuppskeru kvað hann hafa orðið misjafna. Kart-
öflugras sums staðar fallið i júlifrostinu eins og hér
í Suður-Þingeyjarsýslu. Úr Húnaþingi mun svipaða
sögu að segja, um árferðið og í Skagafirði. Kulda,
vegna hafíssins, gætti þó meira í vestur sýslunni.
Þar varð hann landfastur í Miðfirði og Hrútafirði.
Um þær slóðir kom gróður seinna en hér í Suður-
Þingeyjarsýslu. ísinn var að lóna á Húnaflóa frá f
marz og fram í júní.
Ég hefi í höndum bréf frá Guðjóni bónda Hall-
grimssyni á Marðarnúpi í Vatnsdal. Hann segir með-
al annars um árið 1965, og á það einkum við Vatns-
dalinn, þótt svipað hljóti að vera um næstu sveitir.
„Gróður fór að koma rétt fyrir 20. maí. Við gátum
sleppt einlembum 28. mai á sæmilegan haga utan-
túns og kýr voru látnar út á tún um svipað leyti.
Sprettutíð mátti heita góð hér úr því við byrjuðum
að slá siðustu daga júní og fram í miðjan ágúst að
spilltist, voru þá flestir hættir slætti og búnir að
ná heyjum inn og upp í sæti. Sumarið finnst mér
megi teljast með þeim betri og heyfengur eftir því.
Hausttíð mátti heita frekar góð fram i miðjan nóv-
ember og kom þá fé á fulla gjöf, hjá mörgum. Sauð-
burður gekk ágætlega. Tvílembdar ær voru með
Iangflesta móti og afurðir því góðar. Mesti arður af
sauðfjárbúi, sem ég hefi heyrt talað um, er hjá
bónda er hafði 500 ær og 120 gemlinga á fóðrum,
fékk í vor 800 lömb, sem lögðu sig í haust með rúm-
Iega 14 kg kjöt til jafnaðar. Hér í sveitinni eru víst
8 bændur búnir að slátra öllum sínum kúm og kaupa
nú mjólk til heimilisnota. Telja þeir að búskapurinn
verið mun Iéttari með því móti.“ Þannig farast
Guðjóni orð.
Þeir búa margir stórt í Húnaþingi. í báðum kaup-
félögunum var slátrað um 80 þús. dilkum. Á Blöndu-
ósi var kjötvigt þeirra um 14 kg til jafnaðar.
Bændur þar og í Skagafirði hafa stóðeign, sem
gefur töluverða peninga, en sem ekki er í hinum
sýslunum norðanlands. Tíðarfar varð ekki áfella-
samt í sambandi við hafísinn. Eitthvað truflaði hann
hrognkelsaveiði norðanlands, en minna en búist
hafði verið við. Laxagegnd varð mjög lítil í ár norð-
anlands og í sumar þeirra minni en þekkst hefir
áður. Til þess eiga menn erfitt að rekja orsakir. En
svartbakurinn gerist aðgangsharðari að éta laxaseið-
in í árósunum. Svo er sjóveiðin við Grænland. Þarf
að verða að alþjóðalögum að hvergi megi lax veiða
nema í ám, af því að þar fæðist hann upp. Sjókuld-
inn fyrir Norðurlandi í sumar, kann einhverju að
hafa valdið hér um. Hagur bænda norðanlands mun
yfirleitt horfa betur en um síðustu áramót, þrátt
fyrir hafísinn og vaxandi verðbólgu.
Það er óneitanlega gróandi í landbúnaðinum þrátt
fyrir fólksflóttann úr sveitunum. Vont er hve aldur
bænda í dag er hár, þannig að á fjölda bæja býr
gamalt fólk og er það gefst upp er ekki vitað hverjir
taka við. Fólksfjöldinn í höfuðstaðnum og víðar f
þéttbýlinu, þarf að mynda félög til að hjálpa ungu
fólki þar til að setjast að í sveit og búa þar. Moldina
verður að stunda. Hún er fóstra þjóðarinnar. Aukn-
ingin framundan er sýnilega i sauðf járræktinni, sem
er hægari búskapur og skemmtilegt verkefni og ger-
ir hægara um vik að lækka framleiðslukostnað, með
því að fjölga tvílembum og á annan hátt. Holdanaut
gætu komið til greina i snjóléttustu sveitum, en í
snjóasveitum sauðfjárræktar vantar okkur Border
leicesterhrúta.
Bændur verða að leggja kapp á að minnka fram-
leiðslukostnað. Það getur orðið með aukinni ræktun
og minni kaupum erlends fóðurbætis. Það getur orð-
ið með því að kaupa minni tilbúinn áburð, en full-
nýta búpeningsáburð. Það getur orðið með því að
láta hvern grip bera fram fullar afurðir, með því að
hirða vel vélar allar og áhöld o. s. frv.
Bið bændum og búaliði árs og friðar.