Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1972, Page 20

Freyr - 01.12.1972, Page 20
Brúðkaup í Sunnufirði um 1899. Það sýnir búning og brúðarskart hjá lítilli sjómannafjölskyldu. Karl- arnir eru merktir af fangbrögðum við hverflyndi náttúruaflanna en kúgunarauðkenni bera þeir ekki. konur mættu með gjafir og góðmeti til veizluhaldsins. Og börnin uxu, nóg voru verkefnin við bú og í skógi, við byggingar og heimilis- iðnað, allt í forsjá foreldra. Og þar að kom, að dætur urðu gjafvaxta og biðlar komu til brúðkaups. Það var jafnan hlutverk foreldranna að ákveða gjaforðið og var þá margt, sem tekið var tillit til, efnahagur ekki sízt og jafnræði í sem flestum hlutum. Það var ekki vel séð ef hugir ungmenna stefndu að einu marki gegn vilja foreldra, og það gat gengið svo langt, að neitað var um heimanmund ef stúlkan breytti gegn vilja foreldranna. Svo var það með harð- angursstúlkuna, sem ekkert fékk að heim- an af því að foreldrunum mislíkaði gifting hennar, þeim fannst maðurinn of lágrar ættar. En þeim vegnaði vel, ungu hjónunum og þau voru komin í góð efni þegar tengda- foreldrar mannsins viðurkenndu hann og létu þá af hendi heimanmund dótturinnar, sem þá var lítil þörf fyrir, en allur réttur var auðvitað til að taka við. En þá var dóttirin líka orðin „jafn auðug af kven- silfri og móðirin“. Hitt skeði líka, að börn hlutu að fara að vilja foreldra. Sveinn frá Þelamörk hafði í leyni heitið eiginorði stúlku úr Hallingdal. En það var ekki al- deilis að skapi foreldra hans, þau ákváðu honum ekkju eina og bújörðina náttúrlega með. Þegar trúlofunarveizlan var haldin tjáði sveinninn heitkonu sinni: „Ég hef gefið þér hönd mína, en hjarta mitt er í Hallingdar1. Það væri langt mál að gera grein fyrir þeim háttum og siðum, sem tengdir voru festum og fyrirmælum öllum, en mismunandi siðir í ýmsum landshlutum gerðu fjölbreytni mikla í tilverunni. Og þar að kom, að efnt var til brúðkaups, mikilla veizluhalda með tilheyrandi und- ✓ 476 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.