Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1972, Síða 60

Freyr - 01.12.1972, Síða 60
VanlíSan, lystarleysi og van- næring fylgir saltskorti. I*að er góð ráðstöfun að salta hey um leið og fyllt er í hlöður. natríum að halda en nautgripir. Heimildir telja að ær þurfi 4—5 g natríum á dag og lömb á vetrarfóðrum 3—4. Á Hesti í Borg- arfirði hefur nyt íslenzkra áa verið athug- uð. Reyndist einlemba mjólka 1,3 kg á dag að meðaltali og tvílemban 1,7. Nokkru meira þurrefni er í sauðamjólk en í kúa- mjólk svo að ætla mætti að meira salt væri í henni. Heimildir um það finnast hins vegar ekki svo að lítið hefur það verið rannsakað. Skárst verður því að reikna dæmin eins og sama saltmagn væri í sauðamjólkinni og kúamjólkinni. Dæmin fyrir sauðféð reiknast því þannig: 1. Ær á vetrarfóðrum með meðalmagni natríum í heyi étur um 1 kg á dag og fær úr því 1,1 g natríum en þarf 4—5. Þetta er ekki nærri nóg. . Ef er hámarksmagn natríum í heyinu eða 0,16% fær kindin samt undir 2 g natr- íum á dag sem er enn ekki nóg. 3. Um lágmarksmagnið þarf ekki að ræða þar eð hámarksmagnið dugar ekki samkvæmt þeim þarfamörkum sem nefnd eru hér að ofan. 4. Ekki lagast dæmið þegar borið er saman það magn sem kindin þarf af natr- íum og það sem hún fær úr gróðri afrétt- anna. Hún getur étið tæp 4 kg þurrefnis og mjólkað 1,7 kg mjólkur. Hún fær þá um 3 g natríum en þarf um 10. Ekki þarf að efa að bezt er fyrir kindina að fá svona mikið magn af salti eins og þessi þarfa- mörk vilja vera láta, en þar eð ekki verður neitt stórtjón þó að kindur gangi á slíkum afréttum sem þessum, sem voru athugaðir í haust, þá má búast við að þessi mörk séu mjög rýmilega áætluð. En hinsvegar þegar skepnan fær natríum svona langt undir þessum þarfamörkum má búast við að henni líði mjög illa af salthungri, sé óróleg og standi ekki vel á beit og jafnvel æði um. Matarsalt og fóðrun. Salt er hægt að gefa á margvíslegan hátt. Nefna má saltsteina, saltupplausn í drykkj- arvatni, saltað hey, salt í steinefna- og kjarnfóðurblöndu, söltuð síld og söltuð loðna. Saltsteinar eru handhægir í notkun, sér- staklega handa sauðfé. Hengja má þá upp 516 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.