Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1975, Blaðsíða 14

Freyr - 01.06.1975, Blaðsíða 14
Það virSist vera útbreidd hégilja meðal þeirra, sem mest tala en minnst vita um íslenskan landbúnað og finna honum flest til foráttu, að STÆKKUN BÚANNA væri ein allsherjar lausn á „landbúnaðar- vandamáli" okkar. Með því fengist aukin hagkvæmni og framleiðni í beinu hlutfalli við bústækkun. Jafnvel stjórnmálamenn ýmsir, sem betur ættu að vita, virðast haldnir þessari trú. Þá virðast margir trúa því, að hér sé víðast búið mesta kotbúskap, og ekki þreytast þeir á að taia um afdala- og útnesjakot, sem stöðugt vandamál, þó að þeir, sem til þekkja í sveitum landsins, kannist ekki við fyrirbærið. Agnar Guðnason, ráðunautur, sem tók við starfi blaðafulltrúa bændasamtakanna um síðastliðin áramót og hefur hafið starfið upp af dugnaði sínum, er iðinn við að leiðrétta missagnir og svara því, sem ranglega er haldið fram um landbúnaðinn. Hér fer á eftir svar hans við grein Björns nokkurs Björnssonar, sem kom í Þjóðviljanum 16. apríl sl. Þau atriði, sem Björn gerir sérstaklega að umræðuefni, eru tekin hér orðrétt upp og skáletruð. Eru búin of lítil? — létta þeirri skyldu af bóndanum, að hann yrði að reka bú sitt skynsam- lega — Þetta finnst mér nú fulllangt gengið, að bændur séu slíkir furðufuglar, að þeir láti verðlagningu landbúnaðarafurða, þótt hún sé með þeim hætti, sem nú er, koma í veg fyrir, að þeir gæti hagsýni í búrekstri. Af- koma bænda eins og annarra, er reka sjálf- stæðan atvinnurekstur, byggist auðvitað fyrst og fremst á eigin dugnaði og útsjónar- semi ásamt góðri samvinnu fjölskyldu og vandalausra. Flestir bændur stefna að því, að hver gripur í hjörðinni gefi sem mestar og bestar afurðir. Þeim eru auðvitað mis- lagðar hendur eins og gengur og gerist í öllum stéttum. 246 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.