Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1975, Blaðsíða 20

Freyr - 01.06.1975, Blaðsíða 20
Úr heykögglaverksmiðju. Tæknin hefur verið aukin og aðferðir endurbættar, þannig að afköstin hafa aukist og orkuþörfin til þurrkunarinnar minnkað. Þá hefur vitneskja manna um það, hvernig nota má þurrkað fóður, aukist og komið í ljós, að við rétta notkun þess má auka með því afurðir búfjárins. Enn má nefna, að farið er að nota verk- smiðjurnar til að þurrka ýmislegt fleira en gras, þar á meðal korn, fóðurkartöflur og úrgang frá kartöflumjölsverksmiðjum o.fl. því um líkt. Með þessu hefur tekist að lengja árlega starfrækslu verksmiðjanna og lækka með því afskriftarkostnað. Nú, þegar kjarnfóður fer stöðugt hækk- andi, eykst áhuginn á því að kanna, hvað hægt er að komast langt með fóðrun á graskögglum í stað kjarnfóðurs. Reynslan er líka sú, að hægt er að spara mjög mik- inn hluta þess og í sumum tilfellum losna alveg við kjarnfóðurgjöf með því að nota grasköggla eða graskökur. Þá er það ekki síður mikilsvert, að með hraðþurrkun varðveitist fóðrið, sem rækt- að er, betur en við aðrar verkunaraðferðir. Við venjulegar verkunaraðferðir (hér er átt við heyþurrkun á hesjum og votheys- verkun) tapast að jafnaði 15—30% af fóð- urgildi grassins. A sl. sumri kom greinarhöfundur á nýja rannsóknastofnun í bútækni í Sviss. Þar var verið að hefja margvíslegar rannsóknir á því, sem þeir nefndu einu nafni „þurrkun undir þaki“ (inniþurrkun heys). Til þessara rannsókna átti að verja mörgum milljón- um franka. Þær áttu að ná til allra hugs- 252 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.