Freyr - 15.07.1978, Blaðsíða 5
FREYR
BÚNAÐARBLAÐ
Nr. 14, júlí 1978
74. árgangur
Útgefendur:
BÚNAOARFÉLAG ISLANDS
STÉTTARSAMBAND BÆNDA
Útgáfustjórn:
EINAR ÓLAFSSON
HALLDÓR PÁLSSON
ÓLI VALUR HANSSON
Ritstjóri:
JÓNASJÓNSSON
A3stotarritstjóri:
JÚLlUS J. DANÍELSSON
Heimilisfang:
BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍK
PÓSTHÓLF 7080, REYKJAVÍK
Áskriftarverð kr. 3000
árgangurinn
Ritstjórn, innheimta, afgreiðsla og
auglýsingar:
Beendahöllinnl, Reykjavík, simi 19200
RíkisprentsmiSjan Gutenberg
Reykjavík — Sími 84522
EFNI:
Um orlof, forfallaþjónustu
og frídaga
Um votheysgerð í flatgryfjum
Blátt hálsbindi
SauSfjárræktarnámskeiS
í Edinborg
Danir telja að þaS borgi sig vel
a3 bera á skóg
Dreifing raforku í sveitum
Jarðvinnsla III.
Veröbólgan og landbúnaðurinn
Gæði eggjanna
Verðlagsgrundvöllur landbúnað-
arvara 1. júní 1978
Fundahöld um nýja ullarmatið
Egyptaland
Mæðiveiki í Noregi
Molar
Um orlof,
forfallajijónustu og frídaga
Norðmenn munu vera komnir þjóða lengst á veg með
að skapa bændum og öðru sveitaíólki svipaða aðstöðu
hvað varðar frí frá daglegum störfum og öryggi í sam-
bandi við forföll, og öðrum þegnum þjóðfálagsins.
í Noregi er nú komin á föst skipan þessara mála og
hefur það náðst fyrir baráttu Stéttarsambands þeirra og
í tengslum við samninga þess við ríkisvaldið um kjör
bænda og verðlagningu afurðanna.
Þessi þjónusta greinist eðli málsins samkvæmt í
þrennt:
1. Forfallaþjónusta, sem veitir bændum ókeypis afleys-
ingamenn ef veikindi eða slys ber að höndum.
2. Orlofsfyrirkomulag, sem veitir bændum fjárstuðning
til að greiða fyrir vinnuaðstoð meðan þeir fara í sum-
arfrí.
3. Stuðningur við búfjárbændur svo að þeir geti átt frí
um helgar, eða aðra daga, þannig að þeir þurfi ekki
að hafa sjö daga vinnuviku.
Forfallaþjónustunni var komið á 1. janúar 1970. Flún er
á vegum sveitarfélaga, sem fastráða mann eða menn til
þess að hlaupa í skarðið, ef þóndi eða einhver úr vinnu-
liði búsins veikist eða forfallast á annan hátt. Laun þess-
arra manna eru að þremur fjórðu greidd af ríkinu, en
einum fjórða af viðkomandi sveitarfélagi. En þjónusta
þeirra er veitt bændum að kostnaðarlausu sem fyrr segir.
Á meðan þeirra er ekki þörf við að leysa af hjá bændum,
getur sveitarfélagið látið þá í önnur störf eða selt vinnu
þeirra öðrum og þá jafnvel við hærra gjaldi en föstu
laununum nemur. Sagt er að mörg sveitarfélög hafi
þannig komist hjá að íþyngja sveitarsjóði með sínum
hluta föstu launanna.
Orlofsfyrirkomulaginu var komið á með lögum árið
1971, en fjárframlag til orlofssjóðs fékkst þá í sambandi
við kjarasamninga ríkis og bænda. Tekjur orlofssjóðs
koma að hálfu leyti beint úr ríkissjóði á fjárlögum, að
hálfu sem framlag frá ríkinu í sambandi við lausn á kjara-
samningum þess við bændur og má líta á það sem fram-
lag bænda sjálfra.
F R E Y R
463