Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1978, Blaðsíða 42

Freyr - 15.07.1978, Blaðsíða 42
Norrænir landbúnaðarráSherrar þinguðu á Hvanneyri. Fundur norrænu samvinnunefndarinnar um landbúnaðarmál var haldinn í Bændaskól- anum á Hvanneyri 6. júlí sl. Landbúnaðar- ráðherrar Noregs, Svíþjóðar og íslands sátu fundinn. Á fundinum voru, auk ráð- herrana fulltrúar landbúnaðarráðuneyta Norðurlanda, ásamt fulltrúum stofnana landbúnaðarins. Á fundinum var gerð grein fyrir stöðu landbúnaðarins í hverju landi fyrir sig og inn- og útflutningi búvöru. Skýrt var frá starfsemi alþjóðastofnana, er tengjast land- búnaði norrænu þjóðanna. Föstudaginn 7. júlí heimsóttu fundar- menn tvo bændur í Borgarfirði, að Varma- læk í Andakílshreppi og Nesi í Reykholts- dal. Voru býli bændanna skoðuð og lýstu þeir búskap sínum. Ekið var um Húsafell og Kaldadal og Þingvellir skoðaðir með leiðsögn þjóð- garðsvarðar. Næsti fundur norrænu samvinnunefndar- innar verður haldinn í Danmörku í janúar 1979. • NorSmenn vilja auka kindakjötsneysluna hjá sér. Norskir sauðfjárbændur hafa áhyggjur af því að framleiðsla sauðfjárafurða sé að verða of mikil fyrir innanlandsmarkaðinn þar. Þeirtelja líka að markaðsmálum sínum sé of þröngur stakkur skorinn í hagsmuna- samningi milli ríkis og bænda, sem nefndur hefur verið Stortingsmelding nr. 14, (Stór- þingsályktun nr. 14) 1976, en í þeim samn- ingi var gert ráð fyrir því, að Norðmenn séu sjálfum sér nógir með kindakjöt og ull, en ekkert þar fram yfir. Nú eru hins vegar horfur á því, að meira verði framleitt en til heimabrúks, og heimsmarkaðsverð á kinda- kjöti nægir hvergi nærri fyrir framleiðslu- kostnaði á kindakjöti í Noregi, svo að út- flutningsuppbætur þyrftu þar að koma til. Fyrir þeim er ekki gert ráð í samningnum eins og áður sagði. Norskum fjárbændum finnst, að þeir eigi rétt á útflutningsuppþót- um alveg eins og mjólkurframleiðendur fá nú uppbætur á smjör og ost. Þeir telja það þó neyðarúrræði, sem grípa megi til á viss- um árstímum til að létta á innanlandsmark- aðnum. Betri lausn telja þeir að vinna að aukinni kindakjötsneyslu heima fyrir, og álíta, að það sé vel framkvæmanlegt. Eftirfarandi tafla sýnir kindakjötsneyslu á mann á ári í nokkrum löndum: kg á mann Holland 0.2 Danmörk 0.4 Vestur-Þýskaland 0.6 Ítalía 1.1 Frakkland 3.6 Noregur 5.0 Bretland 8.4 írland 11.2 Grikkland 22.0 ísland 44.0 Þarna er svo mikill munur á neyslu eftir löndum, að þarna hlýtur fleira að koma til greina en verðlag og smekkur. Neysluvenj- ur manna skipta þarna miklu máli og það má hafa áhrif á þær, en það kostar dýrar auglýsingar og mikið kynningarstarf. Það er athyglisvert, hve miklu meira íslendingar borða af kindakjöti en aðrir, og er þar vart að vænta mikillar aukningar frá því, sem nú er. 500 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.