Freyr - 15.07.1978, Blaðsíða 37
í ráði er að senda sérprentun af þessum
leiðbeiningum til allra bænda í landinu.
Yfirullarmatsmenn tóku formlega til
starfa í maímánuði 1977 og heimsóttu þá
ullarþvottastöðvar og kynntu sér nýja ullar-
matið, sem gekk í gildi á starfandi ullar-
þvottastöðvum og ullarmóttökustöðvum á
útmánuðum 1977.
Á fundunum 9.—11. febrúar var rætt um
ýmsar hliðar á framkvæmd ullarmatsins.
Ullarþvottastöðvar á Álafossi og í Hvera-
gerði voru heimsóttar og rætt var við for-
svarsmenn þessara fyrirtækja um ullarfram-
leiðsluna yfirleitt og það, hvaða þættir
hennar þyrftu helst útbóta við.
Þá var rætt um nauðsyn þess að kynna
bændum nýju ullarmatsreglurnar og veita
þeim aukna fræðslu um framleiðslu, með-
ferð og frágang á ullinni.
Einnig var mikið rætt um það, hvernig
best yrði staðið að því að koma á móttöku-
mati á ull.
í lögunum og reglugerðinni um ullarmat
eru skýr ákvæði um það, að bændur eigi
rétt á því að fá ull sína metna við móttöku,
en þá er gert að skilyrði, að þeir komi með
hana flokkaða á móttökustað.
Móttökumati samkvæmt þessu ákvæði er
hvergi komið á í landinu ennþá.
Margir bændur hafa sýnt á því áhuga að
fá ull sína metna við móttöku, en ekki liggur
Ijóst fyrir, hvernig skipting matskostnaðar
muni verða milli móttökustöðva og ullar-
þvottastöðva.
Fram kom, að eitt brýnasta verkefnið á
sviði ullarmatsins nú er aukin fræðsla meðal
bænda um framleiðslu, meðferð, flokkun og
frágang á ullinni.
Yfirullarmatsmenn munu á næstunni
kanna áhuga á námskeiðum meðal bænda
um þessi mál. Rétt mun vera að leita sam-
starfs við búnaðarsambönd og hreppabún-
aðarfélög um slík námskeið, og mikilvægt
er að ná sem bestu samstarfi við vélrún-
ingsmenn í sambandi við frágang og flokk-
un á ull.
Fram kom, að þörf væri á að endurskoða
framkvæmd á niðurgreiðslum á ull úr ríkis-
sjóði. Nú er greiðsla innt af höndum við
framvísun á nótum yfir innvegna, ómetna
ull, og er greiðslan óháð því, hvort um er
að ræða góða eða lélega vöru. Rík ástæða
er til að kanna, hvort ekki sé rétt að tak-
marka niðurgreiðslurnar sem allra mest við
betri flokka metinnar ullar, þannig að þær
verði sem bestur hvati að umbótum á fram-
leiðslunni.
Þá var bent á, að óeðlilegt mætti telja,
að ull færi hækkandi í verði til bænda, eftir
því sem líður á verðlagsárið, því að ullin
fer yfirleitt versnandi að gæðum, eftir því
sem hún er síðar lögð inn á árinu. Ef hægt
væri að finna leiðir til að ná jafnaðarverði á
ullina yfir árið, mundi það hvetja til vetrar-
rúnings, sem gefur bestu ullina.
Alþingi samþykkti ný lög um ullarmat vorið 1976.
Leiðbeiningar um ullarframleiðslu og ullarmat verða
væntanlega sendar öllum bændum í landinu.
F R E Y R
495