Freyr - 15.07.1978, Blaðsíða 12
SIGURÐUR FUNI:
Blátt hálsbindi
Það er margur búskapar- og
skaparvandin. Frá því segir
í eftirfarandi sögu, sem Frey
send fyrir nokkru.
hjú-
var
„Nei, þá geng ég nú heldur út og hengi
mig,“ sagði Grímsi þrjóskulega, þegar Val-
gerður spurði í bitrum tón, hvort honum
fyndist nú ekki kominn tími til að losa þau
við þetta bannsetta verkfæri. Þessa sköru-
legu yfirlýsingu mannsins virti hún ekki
svaraverða. Það þurfti svo sannarlega ekki
að taka það alvarlega, þótt Grímsi kvæði
svona sterkt að orði. A.m.k. hvarflaði það
ekki að konu hans, að hann væri í neinum
sjálfsmorðshugleiðingum. Hún var farin að
þekkja orðatiltækin hans og vissi, að það
var ekki alltaf sérlega mikið ígrundað, sem
upp úr honum skaust. Og hvað henginguna
snerti, þá þóttist hún þess fullviss, að seint
mundi maður hennar öðlast þann kjark,
sem til þess þarf, að stökkva út af hey-
stabba um snöruna um hálsinn, eða hvernig
sem menn fara annars að því að hengja sig
í sveitinni.
Annars var Ásgrímur Jónsson, bóndi,
enginn sérstakur málskrafsmaður og satt að
segja fannst sumum, að hans hlutur væri
jafnan bestur, þegar hann sagði sem fæst.
Og það mátti hann eiga, að hann var ekkert
gefinn fyrir að blanda sér í samræður
manna, ef fleiri en tveir voru saman. Helst
var þó, að hann legði orð í belg, ef hann
gat komið að einhverju spakmælinu, sem
einhvern veginn hafði síast inn í hann í
uppvextinum, þó honum gengi illa að læra
boðorðin, sem presturinn vildi kenna hon-
um undir ferminguna.
Þessi fornu spakmæli notaði hann óspart,
jafnvel þó að þau hefðu næsta lítil tengsl
við þau mál, sem í umræðu voru. Það gat
t.d. borið við, ef rætt var um skattamál
eða bindingu sparifjár, að hann laumaði út
úr sér, ef hlé var á máli manna: „Ja, það
er sjaldan bagi að bandi eða byrðarauki að
staf.“ Eða ef rætt var um fiskveiðar og
landhelgismál, að þessi merkilega athuga-
semd kom utan úr horni, þar sem Grímsi
sat: „Já, hníflaus er líflaus og víst er það.“
470
F R E Y R