Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1978, Blaðsíða 17

Freyr - 15.07.1978, Blaðsíða 17
Sauðfjárrækt Dr. ÓLAFUR R. DÝRMUNDSSON, ráðunautur: Saufifjárræktar- námskeið í Edinborg • Dagana 5.—17. mars sl. hélt BRITISH COUNC3L námskeið um sauð- fjárrækt og sauðfjársjúkdóma í Edinborg í Skotlandi. Var það gert í sam- vinnu við rannsóknastofnanir þar í borg. 9 Þetta var í þriðja skipfið, sem slíkt námskeið var haldið, en fjögur ár hafa liðið milli þeirra. Að þessu sinni voru þátttakendur 41 að tölu, bú- vísindamenn og dýralæknar, frá samtals 23 löndum í öllum heimsálfum. Héðan frá íslandi sótti námskeiðið, auk mín, Halldór Runólfsson, dýralæknir á Kirkjubæjarklaustri. 9 Námskeiðið fór fram með þeim hætti, að flesta dagana voru flutt 4—5 ítarleg erindi, samtals um 40, en fyririesarar voru jafn margir erindunum, allir breskir séríræðingar á hinum ýmsu fræðisviðum. Jafnharðan og erindin voru flutt, var fjölritum af þeim dreift meðal þátttakenda, og var það til mikils hagræðis. 9 Að loknu hverju erindi fóru fram frjálsar umræður um efnið. Auk þess var farið í kynnisferðir á rannsóknastofnanir og í búnaðarháskólann í Edin- borg svo og á sveitabýli í nærsveiíum. Öll skipulagning og aðbúnaður reyndist vera til fyrirmyndar og aðstandendum til sóma. Dagskráin var efnismikil, enda var tíminn nýttur mjög vel. F R E Y R 475

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.