Freyr - 15.07.1978, Blaðsíða 41
Fjárskipti vegna mæðiveiki á íslandi byrjuðu fyrst 1937, og þeim var haldið áfram næstu áratugi. Líklegt
er að fjárskiptin hafi komið í veg fyrir að sauðfjárrækt legðist af í heilum landshlutum, a.m.k. á tímabili.
Myndin er af sauðfé af Gottorpsstofni á Hesti. Það féll með fjárskiptum 1950.
skiptum í sauðfjárræktarfélögum um 10%.
Orsakir 7% smits eru óljósar. Ekki hefur
verið sannað, að smitun hafi orðið í haga.
Og ekki er dæmi þess, að smit hafi borist
frá búi, sem sett hefur verið í sóttkví.
Þá segir í greininni, að mæðiveiki sé
lungnasjúkdómur og að honum valdi veira,
sem aðeins sé í lifandi sauðfé. Meðgöngu-
tími veikinnar sé langur, allt að 8 árum,
sjúkdómurinn sé hægfara og langvarandi
og leiði til bana eftir mörg ár. Hann sé
ólæknandi. Allt þetta var áður kunnugt hér.
En hvernig haga Norðmenn baráttunni við
mæðiveikina? í stuttu máli á þessa leið:
Dýralæknayfirvöld hafa skipulag baráttuna
í samræmi við það, hvernig vitað er, að
mæðiveikin hagar sér í Noregi, en þar virð-
ist hún ekki vera mjög smitandi. Settar
hafa verið reglur, sem banna sölu á kindum
til lífs frá sýktri hjörð, og bannað er að
sleppa sýktum kindum í haga með öðru fé.
Ekki má flytja fé milli fylkja nema með leyfi
Dýralækningadeildar landbúnaðarráðuneyt-
isins, o.s.frv. Reynt verður að fylgjast með
útbreiðslu veikinnar með því að halda á-
fram að skoða lungu og taka blóðsýni, og
lögð verður aukin áhersla á að greina veik-
ina í byrjun. Til þess að draga úr óþægind-
um vegna opinberra aðgerða gegn veikinni,
verða bændur hvattir til að auka sauðfjár-
sæðingar, en veiran hefur ekki fundist í
sæði. Fræðsla um veikina verður aukin
meðal bænda. Aðspurður telur Helgi Udnes,
að búið sé að ná tökum á mæðiveikinni í
Noregi, en tekur þó fram um leið, að þess
megi vænta, að hún eigi eftir að stinga sér
niður á nýjum stöðum. Hann álítur að hafa
megi hemil á sjúkdómnum með lungna-
skoðun og blóðsýnatöku, svo fremi að sett-
um reglum sé fylgt. Udnes segist ekki geta
sagt með vissu, hvort unnt sé að útrýma
veikinni í Noregi, en auðvitað sé stefnt að
því.
Til samanburðar um, hvernig íslendingar
brugðust við mæðiveikinni, má t.d. benda á
greinar um þetta efni í Frey 1937, bls. 59,
64, 94 og 152 og Frey 1938, bls. 58, 93,
172 og 173, grein Sæmundar Friðrikssonar:
Barátta við sauðfjársjúkdóma, sem birtist í
Árbók landbúnaðarins 1970 og ritið Til-
raunastöð Háskólans í meinafræði, Keldum,
1948—1973, bls. 30—31. J.J.D.
F R E Y R
499