Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1978, Blaðsíða 10

Freyr - 15.07.1978, Blaðsíða 10
4. mynd: Töfluyfirlitið gefur hug- mynd um vatnsmagn í heyi, svo og væntanlegt frárennsli við mismun- andi þurrefnishlutfall heysins við hirðingu. Eftir því sem heyið er blautara, vex magnið sem mjólkur- sýrugerlarnir þurfa að sýra (2. dálk- ur). Sé hráefnið (heyið) snautt af sykurefnum og lítt vandað til frá- gangs, er hætta á að mjólkursýru- gerlarnir bíði lægri hlut og smjör- sýrugerlarnir, sem kunna að meta bleytuna, nái að spilla verkun heysins. (Ath. einnig mynd 3 B). Athuga- semdir í aftasta dálki eru miðaðar við fremur blaðrikt hey. burrefni kg va^g þurrefni Frárennsli Itc/tonn Ath.s. 15% 5,67- 330 - slegió í úrkomu 18- 4.56- 270 - döggvott gras 21- 3,76- 200- slegió í þurrvióri 25- 3,00- 110- slegió í þurrki 30- 2,33- ~0- þurrkaó í 4—7 klst. 3. Félagsvinna við votheysgerð. Við höfum dæmi um, að 3—5 bændur hafi tekið sig saman um votheyskap og fyllt hverja geymslu á 2—3 dögum. Tækjakosturinn nýtist vel við flatgryfjurn- ar, og með þessu móti má spara veruleg útgjöld vegna véla, auk þess sem hirð- ingarhraðinn leiðir sjálfkrafa af sér betra fóður að vetri. Þennan möguleika er rétt að íhuga vandlega. 4. Önnur atriði. a. Sláttutætari. Sé votheysgerðin stór hluti fóðuröflunar (eða eigi að vera), 5. mynd: Við hirðingu heys í flatgryfju er rétt að keppa að því að heylagið eftir daginn verði sem þkkast (enskir segja a.m.k. 3 fet). Sju hirðingaraf- köstin lítil í hlutfalli við rými gryfjunnar er eitt ráðið að hirffa í hallandi lög, svo að opið yfirborð hverju sinni verði sem minnst og hvert heylag þykkast (A). Um þunnu lögin (B) á súrefnið greiðari aðgang og erfitt getur reynst að koma þar á réttri verkun, ekki hvað síst ef langan tíma tekur að fylla gryfjuna. vaknar spurningin um það, hvort rétt sé að miða tækjaval við, að slegið verði með sláttutætara. Það er ein leið að bættri verkun. b. Velja gott hráefni til votheysgerðar. Bændum virðast grösin verkast misvel sem vothey, og tilraunir benda í sömu átt. Vallarfoxgras þykir t.d. gefa betra vothey en mörg önnur grös. Vallarsveif- gras hefur einnig gefist vel. Ef til vill mætti haga spilduvali og vali grasteg- unda við ræktun (endurræktun ?) með hliðsjón af votheysgerðinni. c. íblöndunarefni. íblöndun, t.d. maura- sýru, stuðlar að betri verkun, ekki síst ef um vafasamt votheyshráefni er að ræða. Gildir þetta um blautt fóður, gróft og síðslegið. Full not af íblöndun maurasýr- unnar fást því aðeins, að vel sé vandað til verkunarinnar að öðru leyti. Jafnan er ráðlagt að nota 3 lítra af maurasýru í tonn af fóðri. Auka má skammtinn, ef hráefnið er lélegt, en minnka hann, séu aðstæður góðar, t.d. fóðrið þurrlegt, blað- ríkt og hirt í góða (þétta) geymslu. d. Bleyta í fóðrinu. Þetta er ekki ómerk- asta atriðið, enda ræður það miklu um verkun heysins, þunga þess og nýtingu við fóðrun (sjá myndir 3 B og 4). Rétt er að forðast slátt og hirðingu, ef bleyta er mikil, en látum það þó ekki enda í of langri töf á fyllingu geymslunnar. Af tvennu illu er sennilega betra að aka fóðrinu blautu inn. Frárennslið þarf að 468 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.