Freyr - 15.07.1978, Blaðsíða 27
Aukið dráttarafl gerir kleift a3
fjölga plógskerum, sé þörf á
miklum afköstum við plæg-
ingu.
Forrækt og nýting búfjáráburðar.
Þó að forrækt geti fylgt gallar og hún gefi
ekki meiri uppskeru en tún, er ekki rétt að
hafna henni. Forrækt í 1—2 ár með tilbún-
um áburði og síðan sáningu grasfræs eftir
plægingu, skapar möguleika á því að bæta
nýtingu búfjáráburðar.
Þegar land er tekið til ræktunar, eru
frjóefnin mest í efsta jarðvegslaginu. Eftir
túnræktunina er borið á yfirborð túnsins
og næringarefnin safnast fyrir efst í gróður-
sverðinum. Með þessu móti hafa ræturnar
lítið að sækja af næringu (nema vatn) niður
í jarðveginn. Rætur túngrasa ganga að vísu
ávallt fremur grunnt í jörðu, en ætla má, að
í nýræktinni verði rótardýptin óeðlilega lítil
vegna yfirborðsræktunar.
Ef búfjáráburður er plægður niður í jarð-
veginn, ætti rótarvöxtur að örvast vegna
áhrifa áburðarefna og aukinnar lífsstarf-
semi. Einkum er talið, að fosfór auki rótar-
vöxt. Ekki er ástæða til að plægja búfjár-
áburðinn djúpt niður, varla meir en 12—18
sm.
Plægingartími.
Plæging síðsumars eða að hausti hefur
kosti umfram vorplægingu. Veðrun og moln-
un jarðvegsins vetrarlangt léttir vinnslu
hans og hefur jákvæð áhrif á kornun. Hausí-
plægt land þornar fyrr að vorinu, og einnig
er hugsanlegt, að klaki fari fyrr úr plægðu
landi vegna þess, að dökkt yfirþorð tekur
betur við sólargeislum. Við vorplægingu
þarf landið að þiðna í a.m.k. plægingardýpt
og jarðvinnsla dregst þá fremur. Á þessum
árstíma eru einnig miklar annir vegna sauð-
burðar og túnávinnslu m.m.
Við sumar aðstæður getur þó verið óráð-
legt að plægja að haustinu. í brattlendi eða
þar, sem vatn safnast saman af stærra
vatnasvæði, getur runnið úr landi með af-
rennslisvatninu og gróðurmold tapast. Við
sömu aðstæður geta einnig skolast burt
efni úr búfjáráburði, þó hann hafi verið
plægður niður.
Framkvæmd plægingar.
Hér verður drepið á fáein atriði, sem snerta
hinn verklega þátt plægingarinnar, einkum
hvað snertir val á plóg. Hins vegar verður
plægingin sjálf tæpast kennd að gagni
nema verklega.
(1) Gerðir akurplóga. Plógar eru af ýmsum
gerðum t.d. akurplógar, víxlplógar, hreyki-
plógar, illgresisplógar o.s.frv. Venjulega
akurplóga má einkenna með stærð, t.d. 10,
12, 14 og 16" plógar, en stærðin gefur til
kynna breidd plógstrengsins, sem plógur-
inn sker. Þá er fjöldi skera mismunandi,
ein-, tví-, þrískera plógar, og allt að 10—12-
skera plógar þekkjast.
Við val á plóg fyrir graslendi er rétt að
485
F R E Y R