Freyr - 15.07.1978, Blaðsíða 15
honum líklegast, að meinið væri að finna.
Og viti menn, þegar hann spretti upp lak-
anum, gaf heldur betur á að líta. Bolti,
blár á litinn, stór eins og væn gulrófa,
skoppaði út úr lakanum fyrir fætur lækn-
inum. Undrandi tók hann boltann upp, setti
í hann hnífinn og táði lufsu upp úr yfir-
borðinu. Það þurfti ekki frekar vitnanna
við. „Bindigarn", sagði dýralæknirinn.
„kýrin hefur étið ofan í sig ein reginkynstur
af bindigarni, sem hefur þvælst saman í
bolta í vömbinni og sett sig síðan fast í
lakanum. Það var ekki von, að skepnan
vildi lifa með þennan skratta innan í sér.“
Þau stóðu þarna yfir þessum skaða sín-
um, hjónin. Grímsi venju fremur kindar-
legur á svipinn, jafnvel eilítið skömmustu-
legur, Valgerður með samanbitinn reiði-
svip og þó með grátviprur um munninn.
Hún leit á mann sinn hörkulegu augnaráði
og mælti hægt og fast: „Er nú ekki mælir-
inn fullur, Ásgrímur Tímóteus Jónsson?“
Þetta ávarp boðaði Grímsa ekkert gott,
hún hafði aðeins örsjaldan í átta ára sam-
búð þeirra skellt á hann hans fulla nafni
og þá hafði það verið fyrirboði mikils
stirðleika í sambúð þeirra næstu vikurnar.
„Nú losar þú okkur við þetta bölvaða verk-
færi, sem ekkert hefur fært okkur nema
skaða og skapraun.“
Þá var það einmitt, sem Grímsi gaut út
undan sér augunum og mælti þessi eftir-
minnilegu orð: „Nei, þá geng ég nú heldur
út og hengi mig.“ „Þú gætir víst gert margt
vitlausara,“ sagði Valgerður biturlega, „en
ætli það dragist ekki samt til morguns, ef
ég þekki þig rétt.“
Þetta gerðist skömmu eftir hádegið einn
gráan haustdag, 17. október nánar til tekið.
Gróður var allur sölnaður og kýr settar
inn. Bóndi kom ekki inn, þó að hann væri
búinn að husla kýrhræið, heldur fór rak-
leitt í fjósið að sýsla við sín venjustörf.
Valgerður hélt sig inni við og var óglöð í
skapi. Hún hellti á könnuna og tók til brauð
og bjóst við Grímsa á venjulegum tíma í
eftirmiðdagskaffið.
En nú brá svo við, að Grímsi kom ekki á
réttum tíma kl. 4 eins og venjulega. Klukk-
an varð 5, og enn kom hann ekki. Valgerður
gerði sér ekki rellu út af því, hún þóttist
vita að hann væri í fýlu eftir orðaskipti
þeirra yfir dauðu kúnni, og sá enga ástæðu
til að fara að sleikja hann upp. Satt að
segja var hún guðsfegin að fá að vera í
friði með sínar döpru hugsanir og þurfa
ekki að horfa á mann sinn sötra kaffið með
þeim aulasvip, sem var svo einkennandi
fyrir hann og aldrei fremur en einmitt
þegar hann sat við matborðið. Margt flaug
í hug hennar þessa síðdegisstund og allt
blandað leiða og vonbrigðum, sem höfðu
verið að hlaðast upp smátt og smátt þessi
síðustu misseri, fásinnið í kotinu, andleysið,
peningaleysið, barnleysið. Og allt þetta
fannst henni, að mætti rekja til sömu rótar,
Grímsa. Já, allt stóð það í sambandi við
aumingja drusluna hann Grímsa, og nú
stóð hún sig að því að vera farin að hafa
yfir í huganum þessa leiðindavísu, sem
hún hafði lært í æsku:
Mikil bhnda mér var á
mig við binda dræsu þá,
sem aldrei hrinda af sér má.
Ekk’ eru syndagjöldin smá.
Loks þegar klukkan var orðin 6, fór hún
að tygja sig í fjósið. Hún fór sér hægt og
seinlega að því, rétt eins og hún yrði að
taka á öllu afli til þess að koma sér til
verka, sem hún kunni annars prýðilega
við endranær. Klukkan var langt gengin 7,
þegar hún loksins dreif sig út og gekk
seinlega í fjósið.
Það var ekki sérlega bjart í fjósinu, það
var ónýt önnur hver pera. Valgerður var
undrandi á því, að kýrnar voru ekki með
neitt hey fyrir framan sig. Þær stóðu allar
og voru órólegar á básunum og bauluðu
margar í senn og hver af annarri, þegar
þær urðu varar mannaferða. En hvar var
þá Grímsi, hvaða kúnstir voru nú þetta?
Valgerður gekk inn í hlöðuna, en þar var
F R E Y R
473