Freyr - 15.07.1978, Blaðsíða 8
Flatgryfjan.
Það, sem einkum greinir flatgryfjur frá
„gömlu gryfjunum", er, að hún er oftast
rýmismikil, heystæðan er lág, sjálfferging
lítil og yfirborð heystæðu mikið í hlutfalli
við heymagnið. Hið síðasttalda getur skap-
að vandamál við verkun, ef ekki er sérstak-
lega að gætt. Víkjum að því á eftir.
1. mynd: Flatgryfju má á vissan hátt líkja við turn,
sem lagður hefur verið á hliðina og hluti veggjarins
numinn úr. Ferging geymslunnar kemur nú ekki
lengur af sjálfu sér, og opna bilið á veggnum (=
yfirborð flatgryfjunnar) þurfum við að verja fyrir að-
gangi lofts (súrefnis), sem berst með mengun.
Grundvöllur votheysverkunar.
Við votheysgerð er fersku fóðri komið fyrir
til geymslu þannig,
að loft (súrefni) á engan aðgang að því
og stuðlað er
að nægilegri súrmyndun í fóðrinu.
Þessum atriðum komumstvið ekki fram hjá,
sé takmark okkar gott og vel verkað vothey.
Árangur verkunarinnar — reynslan.
í stuttu máli sagt hefur okkur virst árang-
ur votheysverkunarinnar í flatgryfjunum á-
kaflega misjafn (þetta gildir raunar einnig
um turnana). Um þriðjungur votheyssýn-
anna hefur reynst gott og vel verkað vothey,
og þriðjungur afar illa verkað fóður. Er þá
miðað við hefðþundnar gæðakröfur (sjá t.d.
Handóók bænda 1971, bls. 216—218). Fóð-
urtap við verkun hefur mælst frá 8% upp í
60%, en að jafnaði hefur tap fóðurs numið
um það bil 20—25%. Með úrbótum er því
iil nokkurs að vinna.
Hvað veldur mismunandi árangri?
Ekki er auðvelt að tilnefna einn einstakan
þátt sem orsök misjafns og lélegs árangurs
votheysgerðarinnar. Þar koma fjölmargir til
greina — og þó .. . Afar margt bendir til
þess, að oftast sé frumorsök ófaranna
aðstreymi lofts (súrefnis) til fóðursins
eftir hirðingu. Súrefnið heldur öndun
jurtafrumanna við, hitinn í heyinu stígur,
næringarefni brenna og gengið er á það
hráefni, sem mjólkursýrugerlarnir eiga að
nota til súrmyndunarinnar í fóðrinu.
Aðrir þættir tengjast þessu atriði að meira
eða minna leyti. Af þeim má nefna:
• Hey slegið með sláttutætara hefur hjá
bændunum reynst betur verkað en heilt
hey, t.d. slegið með sláttuþyrlu eða
1.1
1,0
Fófeureiningai/
/adag
FÓÐURÞARFÍR ÁA;
*- síóustu
2 vikur fyrir buro
2. mynd: IVIyndin sýnir niðurstöSur mælinga á vot-
heysáti áa á Hvanneyri frá nýliðnum vetri. Ánum
var boðið vothey af ýmsum gæðaflokkum og heyát
þeirra af hverjum flokki mælt um 14 daga skeið.
Innbyrt fóðurmagn vex mjög með auknum gæðum
votheysins. Til glöggvunar eru fóðurþarfir áa skráðar
til hliðar við súluritið.
466
F R E Y R