Freyr - 15.07.1978, Blaðsíða 23
unni Rafhönnun það verkefni að gera at-
hugun á möguleikum og kostnaði við styrk-
ingu og þrífösun alls dreifikerfisins í sveit-
um landsins. Helstu forsendur þessarar at-
hugunar eru þær, að mesta álag á hverju
einstöku býli sé 26 kW og 17 kW á býli
með samlögun álags í aðveitustöð. Við
ákvörðun álagsforsendna var m.a. stuðst
við upplýsingar frá Búnaðarfélagi íslands
um mesta hugsanlegt álag við fulla rafvæð-
ingu búskaparins. Ennfremur var gert ráð
fyrir, að allt kerfið yrði styrkt þannig, að
það gæti annað því álagi, er ofangreindar
forsendur gerðu ráð fyrir.
Þessum athugunum er nú lokið að heita
má, og eru helstu niðurstöður eftirfarandi:
Þrífösun 11 kW dreifikerfisins, sem nú er
fyrir hendi, með innmötun á ákveðnum stöð-
um og nokkrum samtengingum, telst vera
fullnægjandi til að svara kröfunum, en það
er ekki þar með sagt, að nauðsynlegt sé
að þrífasa allar línur. Þessi lausn er talin
hagkvæmari en t.d. að hækka spennuna á
núverandi kerfi í 19 kW, sem mundi auka
flutningsgetuna til muna, og reka það ein-
fasa.
Kostnaður við þessa framkvæmd, það er
þrífösun á öllu kerfinu ásamt styrkingu, var
áætlaður 6 milljarðar króna á verðlagi sept.
1976, en það er nálægt 10 milljörðum á
verðlagi ársins 1978. Ef eingöngu flutnings-
línur í sveitum yrðu gerðar þrífasa, þannig
að hægt væri að uppfylla fyrrgreindar á-
lagsforsendur, má ætla, að heildarkostnað-
ur næmi um 50—60% þessarar upphæðar,
eða 5—6 milljörðum króna. Þessu til við-
bótar kemur kostnaður við breytingu
spennistöðvar og heimtaugar úr einfasa í
þriggjafasa, sem er áætlaður um 1—1,4
milljónir króna á býli, en gert er ráð fyrir,
að viðkomandi notandi greiði þann kostnað.
Þegar ofangreind áætlun liggur endan-
lega fyrir, munu Rafmagnsveitur ríkisins
vinna frekar að tillögum um áfangaskipt-
ingu og velja forgangsverkefni með hliðsjón
af brýnustu aðgerðum, sem nauðsynlegar
eru.
Þriggjafasa spennistöð.
Rafmagnsveiturnar hafa fylgst með og
látið í té upplýsingar varðandi þessar at-
huganir og þegar reynt að haga fram-
kvæmdum við styrkingu dreifikerfanna í
samræmi við hana, enda þótt hægt hafi
miðað sem fyrr segir. Þessi styrking og
breyting á dreifikerfunum er, eins og að
framan greinir, miðuð við ákveðnar for-
sendur og núverandi álagsmynstur, þ.e.
dreifð býli og dreifða minni háttar notkun.
Þetta táknar, að ekki er unnt, án sérstakra
ráðstafana, að bæta stórum notendum með
nokkur hundruð kW til nokkurra MW álagi
á sveitadreifikerfið, svo sem heyköggla-
verksmiðju o.þ.u.l.
Við staðsetningu stórra heyverkunarfyrir-
tækja verður því að athuga vel hagkvæmni
staðsetningarinnar, því gera verður ráð fyr-
F R E Y R
481