Freyr - 15.07.1978, Blaðsíða 24
ir, að sérstakra styrkinga í dreifikerfinu sé
þörf í nálega öllum tilvikum. Nálægð slíkra
verksmiðja við aðveitustöðvar eða innmöt-
unarpunkta er hagkvæmust kostnaðarlega
séð frá raforkudreifingarsjónarmiði, en get-
ur verið óhagkvæm með tilliti til hráefnis-
öflunar. Þessa tvo þætti verður að vega og
meta, þegar ákvörðun um staðsetningu er
tekin. Um orkuöflun til slíkra verksmiðja er
það að segja, að eðlilegast væri, að gerð
yrði hverju sinni hagkvæmnisathugun á til-
tækum orkugjöfum.
Að undanförnu hefur nokkuð verið rætt
um nýtingu afgangsorku eða ótryggðs raf-
magns til heyverkunar. Landsvirkjun býður
ótryggt rafmagn á 58 aura á kWst miðað við
núgildandi gjaldskrá og kaup á 132 kW
spennu. Við kaup á lægri spennu hækkar
verðið um 7%. Þessu til viðbótar kemur
dreifingarkostnaður, töp o.fl., þannig að
verð til notandans verður verulega hærra
en ofangreint verð beint frá Landsvirkjun.
Með gjaldskránni fylgja „Almennir skil-
málar um sölu ótryggðs rafmagns" til meiri
háttar nota, svo sem fjarvarmaveitna, gufu-
framleiðslu, heyverkunar o.fl. Til fróðleiks
skulu hér rakin nokkur helstu atriðin úr
þessum skilmálum:
„Uppsett afl notanda skal að jafnaði eigi
vera minna en 1 MW.“
„Landsvirkjun skal heimilt að skera niður
og rjúfa fyrirvaralaust og um ótiltekinn tíma
og sér að skaðlausu afhendingu rafmagns
samkvæmt samningum um ótryggt rafmagn,
þegar Landsvirkjun telur þess þörf. Skal
notandi tryggja fullnægjandi aðstöðu til
slíkra ráðstafana, en um framkvæmd þeirra
skal fara eftir samningi Landsvirkjunar og
hlutaðeigandi flutnings- og dreifiveitu um
rafmagnskaupin."
„Notandi skal setja upp og reka á sinn
kostnað olíukyndingu eða annað varaafl,
sem nægir honum til eðlilegra afkasta, þeg-
ar rafmagnið er tekið af, nema fyrir liggi
skrifleg yfirlýsing frá honum til hlutaðeig-
andi flutnings- og dreifiveitu um, að þess
sé ekki þörf.“
Ég vil ekki láta hjá líða að minnast lítil-
lega á gjaldskrármál yfirleitt, en þau hafa
verið nokkuð til umræðu í sambandi við
búrekstur að undanförnu.
Það sölufyrirkomulag, sem mest er notað
í sveitum, er marktaxtinn, sem að okkar
mati er hagkvæmur fyrir báða aðila.
Marktaxtinn er nær eingöngu notaður í
sveitum. Meðalverðið á þessum taxta árið
1977 var um 5,60 kr/kWst, og má telja, að
það sé hagstætt verð fyrir bændur. Á sama
tíma var heimilistaxtinn um 20—21 kr/kWst.
Annar gjaldskrárliður, er snertir bændur
og mikið er umræddur, er súgþurrkunar-
taxtinn, og hann er af ýmsum talinn óeðli-
lega hár og óhagstæður. Það er rétt, sé
miðað við verðið á marktaxtanum, en súg-
þurrkunartaxtinn er að dómi Rafmagns-
veitnanna nálægt raungildi. Árið 1977 voru
211 notendur á þessum taxta, en 1967 voru
547 notendur skráðir á þessum gjaldskrár-
lið, og þeim hefur því fækkað stórlega þrátt
fyrir fjölgun býla á tímabilinu. Árið 1977
greiddu bændur um 12,50 kr/kWst að með-
altali á súgþurrkunartaxta. Meðalnotkun á
þessum taxta á ári hefur verið á bilinu 4000
—5000 kWst á ári á öllum svæðum Rarik
allt tímabilið frá 1967, svo hér er ekki um
verulega notkun að ræða.
Ég tel, að bændur búi yfirleitt við hag-
stætt verð á raforku til búskaparins, sér-
staklega þeir, sem notfæra sér marktaxt-
ann. Þess má geta, að samkvæmt upplýs-
ingum landbúnaðarráðuneytisins er þáttur
raforkunotkunar vegna búrekstrar ekki
nema 1—1,3% af veltu meðalbýlis.
Að lokum vil ég endurtaka það, sem fyrr
greindi, að fjárveitingar til styrkingar dreifi-
kerfis í sveitum hafa verið alls ófullnægjandi
á síðustu árum og tillögur Rafmagnsveitn-
anna verið skornar það mikið niður, að lítið
sem ekkert hefur verið unnt að gera til að
viðhalda sómasamlegri þjónustu í mörgum
héruðum landsins. Vil ég hvetja bændasam-
tökin til samvinnu við Rafmagnsveitur rík-
isins um þetta mikilvæga mál, þannig að
meiri árangur náist en hingað til.
482
F R E Y R