Freyr - 15.07.1978, Blaðsíða 11
vera í góðu lagi. Timburleiðarar að nið-
urföllum í flatgryfjum hafa oft greitt fyrir
rennsli safans úr votheysstæðunni.
Að síðustu.
Hér hefur verið stiklað á fáeinum atriðum
úr niðurstöðum votheysathugana, sem
gerðar hafa verið í allmörgum flatgryfjum
hjá bændum undanfarin ár. Með vilja hefur
verið farið hratt yfir sögu, bví um mörg
atriði votheysverkunar hefur oft verið skrif-
að áður. Ýmislegt af því er eflaust í fersku
minni áhugamanna um efnið.
í upphafi greinarkornsins kom það fram,
að árangur votheysverkunarinnar hefur
okkur mælst vera afar misjafn, og því miður
oft lélegur. Því er við hæfi að nefna hina
björtu hlið í lokin. Við höfum komið í flat-
gryfjur, þar sem þurfti 1,2 kg af þurrefni í
fóðureiningu af votheyinu (sambærilegt við
fóðurgildi I. flokks grasköggla). Að verkun
var votheyið líkast súrsuðu grænmeti. Ilmur
þess var mildur og bragðið sætsúrt og
lokkandi. Þetta er hægt. Þessir karlar, sem
í hlut áttu, notuðu engin töfrabrögð — að-
eins gamlar verkunarreglur:
-j- slógu snemma og voru fljótir að fylla
geymsluna,
+ jöfnuðu vel og tróðu,
-f yfirbreiðsla og frárennsli voru í lagi
= útilokun súrefnis og hröð súrmyndun.
Örlítill eftirmáli.
í lokin langar mig til að geta þess, að við
ofangreindar athuganir höfum við, eins og
svo oft áður, notið ómetanlegrar aðstoðar
Tryggva Eiríkssonar, aðstoðarsérfræðings
á Keldnaholti. Hann sá um efnagreiningar
á votheyinu af þeirri lipurð, sem honum er
lagin. Þótt sá hluti starfsins láti ef til vill
lítið yfir sér, er hann ekki sá ómerkasti.
Fyrir þá aðstoð eru Tryggva færðar ein-
lægar þakkir.
6. mynd: í túnræktinni unnu íslenskir bændur stór-
virki me3 samvinnu um rekstur véla. Votheysverkun
í flatgryfjum býSur upp á góSa möguleika til ná-
grannasamvinnu um heyskapinn. Er ekki rétt að at-
huga þessa leið — hún bæti minnkað kostnað vegna
vélahalds og stuSlaS aS meira og betra fóðri?
Vinna við garðyrkju óskast
Tvítugur, norskur piltur óskar eftir
garðyrkjuvinnu frá september eða
októbermánuði. Hann hefur lokið námi
við garðyrkjuskóla og bútækniskóla.
Er vanur pottaplöntun, störfum í
garðyrkjustöð og skrúðgarðavinnu.
Pál Drönen Eide,
Ulvik, Noregi, sími 055-26390.
F R E Y R
469