Freyr - 01.03.1981, Blaðsíða 15
ár. Var það fyrir 3 árum neðst í
dalnum. Líklegt þykir, að veikin sé
í neðanverðum Ólafsfirði en ekki
hafa veruleg brögð verið að henni
þar, þvi að riða hefur ekki verið
greind svo kunnugt sé í kind í
Ólafsfirði. Riðuveiki hefur þó
komið fram í kindum, sem seldar
hafa verið úr framanverðum
Ólafsfirði til annarra sveita.
f>á hefur riðuveiki fundist á
Siglufirði og í Fljótum í Holts-
hreppi. Hún hefur fundist á fáum
bæjum í Hofshreppi,en haldist við
á einum bæ þannig að verulegt tjón
sé að. Hún hefur verið m jög skæð á
einum bæ í Hólahreppi um langt
skeið. Riðuveikin hefur einnig
fundist á fáum bæjum í Viðvíkur-
sveit og valdið þar talsverðum usla
einkum þó á einum bæ þar.
í Akrahreppi hefur veikin
fundist á einum bæ svo kunnugt sé
á seinni árum. Talið er að veikin
hafi borist með aðkeyptu fé úr
Ólafsfirði. Bóndinn tók þá
ákvörðun að lóga öllu fé sínu
fljótlega eftir að veikin kom upp;
jafnframt eyddi hann gömlum
húsum og byggði ný ótilkvaddur
og víst án sérstakrar aðstoðar hins
opinbera. Nú hefur hann fengið
sér fé að nýju eftir nokkurra ára
fjárleysi. Féð fékk hann frá
grannbæ að þessu sinni. Forvitni-
legt verður að fylgjast með því
hvernig til tekst. í svona tilraunum
skiptir vitanlega mestu máli að vel
takist til um heilbrigði nýja fjárins.
Á því hafa menn brennt sig.
Vestan vatna í Skagafirði bar
lítið á veikinni þar til hún gaus upp
í Seyluhreppi fyrir fáum árum. Út-
breiðsla í Seyluhreppi minnir á það
sem gerst hefur austanlands.
Veikin hefur nú fundist þar á 11
bæjum og veldur miklu tjóni sums
staðar. Á fyrsta bænum sem veikin
var staðfest, lógaði bóndi öllu fé
sínu fyrir 5 árum og tók fé aftur í
húsin sama haust. Hann hreinsaði
húsin vel. Riðuveikin hefur ekki
látið á sér kræla þar ennþá, en full-
orðið fé sem hann fékk að hefur
verið að koma fyrir á ólíklegustu
stöðum síðan. í Skarðshreppi
fannst veikin fyrir löngu á tveimur
bæjum (20 ár) en ekki hefur hún
fundist á Skaga svo vitað sé. Hins
vegar fannst hún í Rípurhreppi
fyrir 15 árum eða svo. Skömmu
síðar var lógað þar öllu fé vegna
garnaveikinnar. Eftir það hefur
riðuveiki ekki orðið vart í Rip-
urhreppi svo kunnugt hafi orðið. í
Staðarhreppi fannst riðuveiki á
byrjunarstigi fyrir 2 árum á einum
bæ. Öllu fénu var lógað þar að
ákvörðun bóndans og án bóta og
hefur verið fjárlaust síðan á þeim
bæ. Ekki er grunlaust um að veikin
leynist þar enn á einum bæ.
{ Austur-Húnavatnssýslu hefur
riðuveikin verið þekkt lengi, eink-
um í Vatnsdal. Hennar hefur
einnig orðið vart í Svínavatns- og
Sveinsstaðahreppum. Dreifingin
hefur verið mjög hæg en tjón
verulegt á stöku bæjum. Aðeins
hefur riðuveikinnar orðið vart í
Torfalækjarhreppi og nú er farið
að bera á riðuveiki í Vindhæl-
ishreppi austan Blöndu og verið
staðfest þar á einum 3 bæjum.
í Vestur-Húnavatnssýslu hefur
riðuveikin borist nýlega. Pað var
að Breiðabólstað í Vesturhópi árið
1978. Á þessum bæ hefur tjón af
völdum riðunnar orðið nokkurt nú
þegar. Fé mun ekki hafa verið flutt
þangað af riðusvæðunum í
austursýslunni en hey var flutt af
landi þar sem riðusjúkt fé hafði
gengið. Ekki er víst að öll kurl séu
komin til grafar í sambandi við
sölu á heyi og túnþökum af sýktum
svæðum til ósýktra. Æskilegt væri
fyrir V-Húnvetninga og aðra, sem
búa í lítið sýktum eða ósýktum
sveitum að taka höndum saman
um varnir síns svæðis.
Vestfirðir:
Á Vestfjörðum var veikin staðfest
skömmu eftir fjárskiptin. Pað var á
Barðaströnd. Ekki er vitað
hvernig veikin barst. Talað hefur
verið um kaup á forustufé úr
Eyjafirði, en alla staðfestingu
vantar á því að sú sé orsökin.
Veikin hefur farið mjög hægt yfir í
líkingu við það sem gerðist víða á
Norðurlandi og hefur ekki náð að
breiðast um hálfan hreppinn á ald-
arfjórðungi rúmum. Á Barða-
strönd sést ekki kláði í riðukindum
og er það eins og algengast er á
Norðurlandi vestanverðu. Tjón
hefur verið mjög tilfinnanlegt á
einum bæ aðallega um langt skeið
en veikinnar hefur orðið vart að
marki á fleiri bæjum í sveitinni
utanverðri. Síðastliðið haust var
eytt nokkrum hjörðum þar sem
riða hafði verið skæð. Nauðsynlegt
væri að hreinsa vel til og sótt-
hreinsa undir eftirliti dýralæknis
húsin á þessum bæjum áður en
fjárbúskapur yrði tekin upp að
nýju á þessum jörðum.
Nauðsynlegt væri að ljúka gerð
reglugerða um fjallskil fyrirsvæðið
og fella í hana orð um varnir svæð-
isins þannig að flestir gætu við
unað. Mað því móti mætti e. t. v.
koma betra skipulagi á smalanir og
fjallskil þar sem kapp og reip-
dráttur hefur á stundum ráðið
ferðinni. Nauðsynleg er fyrir alla
aðila góð samvinna milli sveitar-
félaga um fjallskil og varnarmál.
Dalasýsla:
í Dalasýslu fannst riðuveiki
snemma árs 1979. Það var á einum
bæ í Laxárdalshólfi í nyrðra varn-
arhólfinu. Á þessum bæ hafði féð
verið mikið til einangrað í 12—15
ár. Því kom mjög á óvart að riðu-
veiki skyldi koma upp þar. Ekki er
vitað hvernig veikin barst þangað.
Þar náði riðuveikin sér ekki á strik.
Öllu fé var lógað um haustið og
hefur ekki neinn grunur vaknað
um riðuveiki víðar á því svæði.
Við lógun fjárins var safnað
freyr — 175