Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.1981, Side 31

Freyr - 01.03.1981, Side 31
Þórður Júlíusson, Skorrastað, Norðfirði: Nokkur orð um riðuveiki austanlands Það væri bjartsýni í mér að œtla að rita um frœðilega hlið riðuveikinnar, þ. e. sjúkdóminn sjálfan. Tilþess eru margir miklu beturað sér. Mun égþvííþessu greinarkorni halda mig við útbreiðslu veikinnar í Norðfirði og á Austurlandi, en þó einkum þau atriði, er ég tel að helst geti orðið til leiðbeiningar þeim, sem vágestur þessi hefur enn ekki sótt heim. Það mun hafa verið seint á árinu 1970, að fyrst varð vart riðu í Norðfirði og um svipað Ieyti í Borgarfirði eystri. Þar sem með- göngutími veikinnar er sjaldnast minni en tvö ár þá hefur veikin borist til áðurnefndra staða í síð- asta lagi 1968 eða þó líklega 2—4 árum fyrr. Reynt hefur verið að finna út hvernig veikin hefur borist hingað í Norðfjörð og kemur þá í Ijós, að samskipti við eldri riðusvæði eru meiri en menn í fljótu bragði álíta, þó ekki sé um ólöglegan fjárflutn- ing að ræða. Og með því að smit- leiðir riðuveiki hafa sýnt sig að vera nær óútreiknanlegar og heimildar flestar munnlegar og meira eða minna fyrndar, þá hefur mér virst það verða nokkuð ágisk- unarkennt, að ætla riðuveikina komna með t. d. heyflutningum á kalárunum, laust fyrir miðjan sjö- unda áratuginn, eða moðúrgangi á stórgripaflutningabílum, hvað þá ef farið er að tíunda heimsóknir fólks úr byggðarlaginu á riðubæi í öðrum sýslum. Mig langar hins vegar til að gera grein fyrir smitleið, sem ég hef talið ekki ólíklegri en hverja aðra, og skýrir sumt sem hinar gera ekki s. s. hvers vegna riðuveiki í Norð- firði og Borgarfirði var frá upphafi með öðrum sjúkdómseinkennum en víðast annars staðar gerist á Iandinu. Þar á ég við hinn ofsalega kláða, sem sótti á féð. Ixidoes rihnsinus heitir maur, sem talinn er mögulegur smitberi riðuveiki í útlöndum. Hann var til skamms tíma ekki talinn finnast á íslandi nema sem flækingur. Haustið 1977 fannst hann hins vegar á kind í Norðfirði og er því freistandi að geta sér þess til, að hann komi hingað oftar en haldið var. Ef svo væri, gæti hann hafa borið riðuna beint frá Brétlandi til tveggja áðurnefndra staða á Aust- urlandi, þ. e. Norðfjarðar og Bor- garfjarðar. Þetta gæti skýrt kláð- aeinkenni riðunnar á Austurlandi, sem eru hin sömu og í Bretlandi. Lífsrás maursins er forvitnileg og er í stuttu máli sú, að lirfurnar setj^st á fugla og þroskast þar. Er lirfa nálgast fullþroskastig, dettur hún af og skríður sem fullvaxinn maur upp á grasstrá. Þar bíður hann þar til kind gengur framhjá, húkkar sig í hana og sýgur henni blóð. Um leið kemst riðusmitið, sem e. t. v. er til staðar í maurnum, beint inn í blóð kindarinnar. Maur- inn dettur svo af kindinni og hring- rásin getur hafist að nýju. Utbreiðsla riðuveiki á Norð- fjarðarsvæðinu hefur sýnt okkur, að smit er nær óþekkt úti í hagan- um og lítið á réttum. Smitið berst milli bæja fyrst og fremst með að- keyptu fé, fóðurfé og túnrollum, sem oft dveljast um lengri eða skemmri tíma í fjárhúsum á ná- grannabæjum. Smitun í einstakri h jörð, eftir að ein kind hefur veikst á sér aðallega stað á sauðburði, þar sem unglömbin taka smitið í fjár- húsum eða þröngum hólfum um- hverfis. Erfitt er fyrir hvern ein- stakan bónda, að ráða við veikina eftir að hún er komin inn í fjár- húsin, því að sjúkdómurinn leynist í kindinni í langan tíma án þess að sjái á henni. í Norðfirði má rekja riðuna bæ frá bæ með því að fara í slóð að- keypts fjár, oftast lamba, frá riðu- bæjum. Þannig barst hún líka til fjáreigenda í Neskaupstað og með svipuðum leiðum í sunnanverðan Mjóafjörð. Þótt stærra svæði sé tekið á Austurlandi eru þessir þættir gegnumgangandi, sé nógu vel að gætt. í sumum tilfellum hafa sam- merkingar líklega átt sökina. Tveir bæir í Norðfirði hafa FREYR 191

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.