Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1982, Blaðsíða 7

Freyr - 01.08.1982, Blaðsíða 7
íslenskur og erlendur landbúnaður glímir við mörg sömu vandamálin í þessu blaði birtist erindi eftir Rolf Andersson bankastjóra í Hallandi í Svíþjóð sem hann flutti á aðalfundi Norrænu bændasamtakanna, N. B. C.,í ágústmánuði 1981. Erindið nefnist „Land- búnaður næstu tíu ár“ og í því skyggnist liöfund- ur aftur, og út frá reynslu síðustu áratuga gefur hann bændum og starfsmönnum landbúnaðarins ráð um það hvað þeim beri að leggja áherslu á næsta áratuginn. Eftirtektarvert er að þau vandamál sem fyrir- lesarinn sér í kringum sig eru í stórum dráttum hin sömu og blasa við í íslenskum landbúnaði. Inn til dala og út til nesja hér á hólmanum okkar úti í miðju Atlantshafi er glímt við sömu vanda- mál og í frjósömum landbúnaðarhéruðum á Norðurlöndum. Þessi vandamál eru m. a. hækk- andi f jármagnskostnaður og hækkandi orkuverð og aukin skriffinnska. Til marks um hana er að fæstir bændur eru lengur einfærir um að fylla út skattframtal sitt. Hér á landi eins og á öðrum Norðurlöndum og víðar um hinn vestræna heim hefur nú um ára- tuga skeið ríkt „óraunsæ framkvæmdavíma“, eins og fyrirlesarinn nefnir það. Menn hafa fjárfest og stofnað til útgjalda, en afurðaverðið hefur ekki staðið undir kostnaðaraukunum. Til skamms tima hefur bilið, bæði hér á landi og annars staðar, verið brúað að einhverju leyti með því að verðbólgan hefur rýrt lánsféð, þannig að menn hafa ekki endurgreitt raunvirði lánsfjárins, en sá tími er nú liðinn. Og hvað er þá til ráða? Því svaraði fyrirlesarinn á þá leið að nú þurfi menn að draga úr innkaupum, bæði á vör- um og þjónustu. Spyrja má hvort hér sé verið að boða aftur- hald. Með þessu muni draga úr hagkvæmni á búrekstri, og framleiðslukostnaður búvara aukast. Því er tvennu til að svara. í fyrsta lagi hefur framleiðslukostnaður búvara verið hærri en fram hefur komið, meðan fjármagn til land- búnaðar var niðurgreitt. Það hafa neytendur að vísu ekki borgað yfir búðarborði heldurþeirsem átt hafa það fé sem rýrnað hefur. í öðru lagi berjast mörg lönd við offramleiðslu í einni eða fleiri greinum landbúnaðar. Sú umframfram- leiðsla sem þar verður til, er byrði, á hverjum sem hún lendir. Fyrirlesarinn varar við því sem hann kallar tískufyrirbæri í hagfræði- leiðbeiningum og hagfræðikennslu undanfarinn hálfan annan áratug. Með því á hann við það að leiðbeiningar og kennsla hafa beinst að því að auka hlut fjármagns í fyrirtækjum, þar með töldum búrekstri. Aukinn hlutur fjármagns merkir aukin vélvæðing og þá m. a. á kostnað vinnuafls. Afleiðing þess er að áætlað er að um 20 milljónir manna séu atvinnulausar í Evrópu einni um þessar mundir. Þótt þetta fólk fái at- vinnuleysisbætur, þá fylgir atvinnuleysi andlegt álag því að vinna veitir lífsfyllingu þegar allt er með felldu. Á sama hátt og íslenskur landbúnaður á við mörg sömu vandamálin að glíma og erlendur landbúnaður, þá reynast mörg sömu úrræðin hvarvetna vel. Meðal þeirra er fjölskyldubú- rekstur. Rolf Anderson bendir á að slíkur rekst- ur hafi marga kosti fram yfir stórrekstur og nefnir þar hina félagslegu hlið, en við hlið fjöl- skyldubúskapar þrífast margs konar smáfyrir- tæki auk þess sem hann auðgar menningarlíf í byggðarlögunum. Einnig heldur hann á lofti kostum samvinnu og samábyrgðar og bendir á hina einstæðu sögu samvinnustarfs meðal bænda á Norðurlöndum. Þar sem Iifandi starf er unnið, þarf að sjálf- sögðu sífellt að fylgjast með og endurmeta hvert á að stefna. Erindi Rolf Andersson er holl áminning við slíkt endurmat. M.E. freyr — 599

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.