Freyr - 01.08.1982, Qupperneq 11
Úr íslensku loðdýrabúi.
taldar gefa bóndanum álíka verö-
mæti eins og vísitölubúið. Hins
vegar er ársverk viö refabúskap
taliö vera að hirða um 150 refa-
læður.
Hjá minknum er þetta hliðstætt.
Stofnkostnaður refabús með 90
læðunt eða minkabú með tilsvar-
andi bústofni er tæp 800 þúsund.
Ef við miðum við að útvega 360
manns atvinnu í loðdýrarækt,
nemur fjárfesting við það aðeins
278 milljónum, og er það mjög
lítið miðað við hvað kostar að
stofna til nýrra atvinnutækifæra á
öðrum sviðum, og ég tala nú ekki
um ef það væri stóriðja. Ég held
því að Þetta hljóti að vera þjóð-
hagslega mjög hagkvæmt.
Það er margt sem þarf að gera
fyrir loðdýraræktina og ég held að
það sé of langt að telja það hérna.
Ég vil þó leggja áherslu á það, að í
loðdýrarækt á að byrja fremur
smátt. Allir sem við höfunt rætt við
á Norðurlöndum eru sammála um
að loðdýrarækt eigi að vera fjöl-
skyldubúskapur og við erum sam-
mála um að loðdýraræktin eigi
líklega ekki að vera eina búgrein-
in, það eigi að hafa hana meðöðru.
Verður tolluiii og vörugjaldi létt af
efni til loödýrabúa?
Já, það eru líkur til að það verði
gert innan skamms. Landbúnað-
arráðherra er nú að láta kanna á
hvern hátt það verði best gert.
Loðdýraræktin þarf að keppa við
loðdýrabændur á Norðurlöndum,
sem þurfa ekki að greiða tolla né
aðflutningsgjöld. Það er því algert
skilyrði að íslenskir loðdýra-
ræktendur búi við sömu kjör, ef
þeir eiga að standast sam-
keppnina.
Það þarf einnig að semja um
fóðurverð. Byggja þarf upp á
skipulegan hátt fóðurstöðvar um
landið og að þessu verður að vinna á
félagslegum grundvelli. Þegar er
komin hreyfing á þetta, eins og
rnenn munu þekkja.
Verða tollar og aðflutningsgjöld
felld niður hjá þeini sem þegar eru
byrjaðir í loðdýrarækt?
Ég vil ekkert fullyrða um það,
en mér finnst það réttlætismál, og
það hafa verið höfð um það góð
orð.
Það kostar mikinn undirbúning
ef við eigum að fara hratt af stað
nteð loðdýraræktina eins og verið
er að ræða um, og ég vil geta þess
að gott samstarf er á milli þeirra
aðila sem vilja vinna að þessu máli.
Vil ég nefna landbúnaðarráðu-
neytið, Félag íslenskra loðdýra-
ræktenda, Stéttarsamband bænda,
Framleiðsluráð, bændaskólana og
Búnaðarfélag íslands.
Margt þarf að gera. Efla þarf
leiðbeiningarþjónustuna.
Bændaskólarnir hafa þegar tekið
upp kennslu í loðdýrarækt og er
hugur í mönnum að efla hana.
Einnig þarf að korna á rannsókn-
um.
Það er svo mikið talað um loð-
dýraræktina, en hún er auðvitað
ekki það eina, sem um er að ræða.
Ymsar aðrar greinar í landbúnaði
veita atvinnutækifæri. Þar hafa
verið nefnd til hlunnindi, fiskrækt,
lax og bætt nýting silungs, æðar-
rækt og reki. Nefna má kornrækt á
vissunt sveitum landsins, en hún
getur orðið góð stoð við bú-
skapinn.
Sérstök ástæða er nú, þegar
draga þarf saman hefðbundnar
búgreinar okkar sem við lifum af,
að huga sem best að því að búa að
sínu. Tekjur sauðfjár- og kúa-
bóndans skapast í raun og veru af
því fóðri sem hann framleiðir. Við
þurfum að framleiða það sem ís-
lensk bændastétt hefur olnboga-
rými til að framleiða, sem allra
mest af innlendu fóðri.
Til þess þurfum við að bæta
fóðrið mikið og við höfum leiðir til
þess.
Við þurfum að bæta ræktunina,
sem er undirstaða fóðurfram-
leiðslunnar. Annað mikilvægt at-
riði er að slá nógu snemma til þess
að fá gott fóður. Það má reka af-
urðamikil sauðfjárbú eingöngu
með því að nota innlent fóður, og
nær eingöngu það fóður, sem aflað
er heima á búinu. Ef slíkt yrði al-
mennt yrði þessi samdráttur eitt-
hvað þolanlegri. J.J.D.
FREYR — 603