Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1982, Blaðsíða 16

Freyr - 01.08.1982, Blaðsíða 16
Þetta er stórkostleg þróun á skömmum tíma og hana ber að þakka samstöðu og samábyrgð bændanna, sem lagt hafa hluta af fjármunum sínum í þessi félög. Ekki er minnst vert unt sam- ábyrgðina og gagnkvæmt traust milli stéttarbræðra á þessunt sviðunt. Samábyrgð þarf að vera gagnkvæm. Nú er ástandið slíkt að þörf erfyrir gagnkvæma santábyrgð. Nú þarf að standa við bakið á ungu bænd- unum, sent nýlega hafa byrjað búskap. f>að ætti að leiða af sjálfu sér að samvinnufélögin aðstoðuðu þá. Nokkuð er að sjálfsögðu um það. Við höfunt dæmi um slík fyrirtæki sem hafa gert vel, hér í Svíþjóð og möguleikarnir eru margir. En hin „gagnkvæma sam- ábyrgð“ verður að verða meiri. Félögin eiga að sýna bændum tiltrú, og styrkja þá og félög verða að treysta öðrum félögum og þau að styðja hvert annað. Fetta verð- ur að vera eitt megin leiðarljósið næsta áratuginn. Kastið gömlum fordómum og gleymið hugmynd- unt unt pot eins aðila (félags eða fyrirtækis) fram fyrir annað. Þrír veiganiiklir þættir. Ég mun nú gera grein fyrir þeim þrentur þáttum, en ég tel að mestu varði um það hvernig tekst að stjórna þróuninni næsta áratuginn. Þau eru: Peningamál, barátta við hækkandi útgjöld og stefna í fjár- festingu. í framhaldi af því sent éghef sagt hér áður þá álít ég að peninga- málin verði ennþá alvarlegra við- fangsefni næstu árin en fram að þessu. Ég held mig áfram mest við það sem er sérstætt fyrir landbún- að og skilur hann frá öðrum atvinnugreinum. Milljóna fjárfcstingar. Ég hef þegar nefnt hve ntikið hver maður þarf að fjárfesta sent starfar í landbúnaði. í Svíþjóð þarf um tvær milljónir s. króna til að stofna til búskapar án tillits til búgreinar. Að meðaltali er þessi upphæð í iðnaði ekki nema um hálf milljón s. kr. Athugið að í þessa miklu fjárfestingu verður bóndinn að leggja án þess að vita tneð vissu hve miklum framleiðsluverð- mætum búið skilar. Veður og vindar ráða, eins og menn vita, enn ntjög miklu um afrakstur búsins. Fjárfestingin er einnig að um það bil einum þriðja hluta fólgin í verðmætum sem ekki er unnt að afskrifa. Skattalögin líta á jörðina sent ævarandi verðmæti. í öðrunt atvinnugreinum ntá afskrifa allt nema lóðina undir starfsemina. Stöðugt flyst mikið fjármagn frá landbúnaðinum við arfaskipti. Petta á að vísu einnig við um aðra atvinnuvegi en ekki í sama mæli. Gæta verður að því að bændunt fækkar stöðugt. Taki enginn erf- ingjanna við jörðinni flyst allt fjármagnið til annarra staða og er yfirleitt notað til annarrar fjár- festingar en í landbúnaði. Ég veit ekki hve miklu þetta útstreymi nemur netto en tel augljóst að þar sé unt mikla fjármuni að ræða. Fyrir utan þetta eigunt við stöð- ugt í höggi við fjársterka aðila utan landbúnaðarins sem telja kaup á landi (jörðunt) og skógi tryggustu fjárfestinguna til frambúðar. Áhugi þeirra á þessu er í beinu hlutfalli við verðbólguna. Sem betur fer höfum við á Norðurlöndum fengið löggjöf um sölu jarðeigna, jarðalög, sem eiga að vera áhrifaríkt tæki i baráttunni við þessi nýtísku jarðakaup. Möguleikar cru fyrir hcndi. Það er enginn vandi að telja upp aðsteðjandi erfiðleika. Það er hins vegar vandasamara að raða hinum einstæðu tækifærum sent bíða í landbúnaði eftir gildi þeirra. Víkjum að peningamálunum. Það var gömul regla að lánstími væri svipaður og ending þeirra hluta sem lánað var út á. Sú regla er þó löngu brotin niður og það er stöðug tilhneiging hjá ríkisstjórn- unt að stytta lánstíma til allra hluta. Eftir gömlu reglunni ættu jarðakaupalán t. d. að vera af- borgunarlaus um aldur og ævi. Ég má ekki tala allt of mikið unt bankamál. Þau eru mér of skyld en ég má til með að benda á hve það er mikilvægt að landbúnaðurinn korni sér upp eigin bönkum eða ráði yfir hluta bankakerfisins. Þessu til stuðnings gæti ég nefnt fleiri dæmi en læt nægja að minna á hið svokallaða ,,idiotastopp“ 1970 hér í Svíþjóð. Þá var sett regla unt að bankar drægju úr útlánum um 20% til allra stórra viðskiptavina. Þá hefðu landbúnaðarfyrirtækin orðið illa úti ef ekki hefði verið Föreningsbanken. Ekkert er jafn mikilvægt og að bankar eða sjóðir geti hjálpað þeim, sent eru að hefja búskap. Hvernig á ungt fólk að geta útveg- að sér þær tvær milljónir króna sem þarf til að kaupa jörð og byrja búskap? Áætiun unt niöguleika frumbýl- inga. Sænska bændasambandið hefur nýlega látið frá sér fara skýrslu unt fjárhagsleg og félagsleg vandamál sem mæta frumbýlingunt. Þar er nteðal annars bent á að leggja þurfi meiri áherslu en gert hefur verið á að athuga vandlega hvað eigi að leggja ntikið í fjárfestingar. Lögð er áhersla á að nýta sent allra best heimaafla og það sem jörðin getur gefið af sér. Fjármagnsfrekur rekstur krefst mikilla og jafnra tekna. Hinir háu vextir takmarka það ntjög hvað unnt er að reka búskap nieð ntiklu aðfengnu fjár- 608 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.