Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1982, Page 23

Freyr - 01.08.1982, Page 23
Óttar Geirsson: Ræktun túna Enn er kalvorið 1981 ífersku minni. Pá er hœtt við, að mörg uppskerumestu grösin hafi Itorfið úr túninn, ekki aðeins þar sem vont kalskellur heldur einnig á stöðttm sem virtust ókalnir. Par hefur gróðurinn grisjast. Nær því á hverjum vetri deyja einhver grös úr gróðri túnanna. Oft fara uppskerumestu grösitt fyrst ett lakari fóðurjurtir koma í þeirra stað. Á þennan hátt ganga tún smám saman úr sér og uppskera af þeim minnkar. Það getur veriö matsat- riði. hvenær uppskera túnanna er orðin svo rýr að best borgi sig að endurvinna þau. Eftir kal er það nær alltaf óhjákvæmilegt. Engin forskrift er til að því, hvernig endurræktun skuli háttað, svo að best fari. Hér á eftir er drepið á nokkur atriði, sem að gagni geta orðið við endurræktun. Bætt úr franiræslu Áður en hafist er handa um endur- vinnslu. þarf að ganga úr skugga um að framræsla sé næg. Sé fram- ræslu ábótavant, þarf að byrja á að bæta þar um. Yfirleitt leynir það sér ekki, ef tún eru illa ræst. Skurðir eru hálffullir af gróðri. gróðurfar túnsins ber jarðrak- anum nterki, fífur. knjáliðagras, varpasveifgras og aðrar rakasækn- ar eða rakaþolnar tegundir finnast í túninu, túnið sporast af dráttar- vélum og verður erfitt yfirferðar í vætutíð. Helstu ráð til bóta eru að hreinsa upp úr skurðum og dýpka þá og ræsa Iandið með kílræsum eða öðrum ræsum. ef hentara þykir. Best væri að geta unnið að þessum úrbótum fljótlega eftir slátt, en yfirleitt verða menn að sætta sig við þann tíma, sent verk- taki eða stjórnendur ræktunar- sambanda ákveða og sá tími er því miður oft svo seint að hausti að framkvæmdir tefjast um eitt ár. Jöfnun. Hafi þurft að hreinsa upp úr framræsluskurðum liggur næst fyrir að lösna við uppmoksturinn. Sé ekki grjót í honum er auðveld- ast að jafna jarðveginum út yfir landið, sem vinna á. Grýttur upp- mokstur veldur hins vegar erfið- lejkum. Ef lítið kemur upp af grjóti, er sennilega best að jafna úr uppntokstrinum og tína síðan gr jótið úr. Þegar mikiðgrjót kem- ur upp er um þrennt að ræða. í fyrsta lagi er hugsanlegt að aka uppmokstrinum í burt frá ræktun- arlandinu I öðru lagi er má ýta uppmokstrinum í hrúgu eða hrúg- ur í hornum ræktunarlandsins eða annars staðar þar sem hann verður minnst fyrir. í þriðja lagi er hægt að láta uppmoksturinn liggja á skurðbakkanum, ef hann hindrar ekki vatnsrennsli í skurðinn. Gallar við tvær fyrsttöldu að- ferðirnar eru þeir. að þær eru kostnaðarsamar, en við hina síð- asttöldu. þ. e. að láta uppgröftinn liggja á skurðbakkanum, sá að ræktunarland glatast. Land tapast undir skurði og komi uppmokst- ursrönd til viðbótar nteð hverjum skurði.'verður tapið að sjálfsögðu meira. jafnvel tvöfalt. í 30 ha ntýr- artúni má áætla að um 2—2 'h ha fari undir skurði. Stundum þarf að jafna ræktun- arlandið fyrir endurvinnslu, þótt ekki hafi þurft að endurræsa það. Þá jöfnun þarf að gera áður en landið er unnið eða jafnóðum. Búfjáráburður Það er ekkert vafamál, að frjósemi jarðvegs eykst. ef búfjáráburði er blandað saman við hann. Við endurvinslu er hægt að koma bú- fjáráburði niður í moldina. Til að draga úr illgresishættu er best að plægja búfjáráburðinn niður og koma þannig í veg fyrir að hann verði á yfirborðinu að vinnslu lokinni. Fyrsti liður í endurræktuninni eða sá næsti eftir jöfnun, sé hennar þörf, er að búfjáráburður er bor- inn á landið, sem á að vinna. Bera má 100 tonn af kúamykju eða 50 tonn af sauðataði á ha. en bæði stærri og minni skammtar koma til greina. Áburðinn er best að bera á rétt áður en plægt er, til þess aö sem minnst afnæringarefnum tapist út í loftið. Plæging. Við endurvinnslu túna vinnst tvennt með plægingu fram yfir frevr — 615

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.