Freyr - 01.08.1982, Page 24
aðrar jarðvinnsluaðferðir. í fyrsta
lagi má koma búfjáráburði niður í
jarðveginn eins og áður er nefnt án
þess að arfi verði óviðráðanlegur,
og í öðru lagi er gróðurinn sent
fyrir er grafinn svo að hann stend-
ur síður í vegi fyrir þeim grösum
scnt sáð er til, þegar þau fara að
vaxa. Gamli gróðurinn eru oftast
tegundir sem lítill fengur er í að
hafa í túni, s. s. snarrót, varpa-
sveifgras og knjáliðagras. Jafnvel
þokkalegri tegundir eru uppsker-
ulitlar og betra að fá nýja og upp-
skerumikla stofna af sáðgresi í
þeirra stað.
Svo framarlega sem jarðvegur
og aðstæður lcyfa, er best að
plægja að hausti það land sem á að
sá í næsta vor. Yfir veturinn veðr-
ast plógstrengirnir á yfirborðinu
og þeir setjast til og síga, svo aö
jöfnun landsins verður auðveldari
en í nýplægðu landi. Rétt erog að
hafa í huga, aö haustplæging
ntinnkar vinnuálagið næsta vor og
meiri líkur eru til að liægt verði að
sá snemma, ef flagið er að nokkru
undirbúið að hausti.
Heimilisdráttarvélar, 1500—
2000 kg, geta auðveldlega dregið
einskeraplóg en til að draga tví-
skeraplóg eða þyngri verður
traktorinn að vega 2 tonn eða
meira (50-60 hestafla traktorar).
Það cr því ástæðulaust að treysta á
jarðýtur ræktunarsambandanna til
að sjá um jarðvinnslu við endur-
ræktun túna. Sé endurræktun og
grænfóðurrækt fastur liður í bú-
rekstrinum, er nauðsynlegt fyrir
hvern bónda að eiga þau tæki, sem
til ræktunarinnar þarf, kannski í
samvinnu við 1—2 aöra bændur.
Reglulega góð plæging næst
ekki fyrr en eftir áralanga þjálfun
og oft hefur verið um það rætt að
íslendingar læri aldrei að plægja
vegna þess að þeir stunda ekki
akuryrkju. Aðalatriöið við plæg-
inguna er að allir plógstrengirnir
hvolfist vel við, en rísi ekki á rönd
að hluta. Þetta næst því aðeins að
plógstrengirnir séu þráðbeinir.
Plógstrengir, sem eru á rönd eða
hafa ekki oltið viö, verða til trafala
við frekari vinnslu landsins. Auk
þess geta þeir orðið uppspretta ill-
gresis.
Kalk.
Peim verkum, sem talin hafa verið
hér að framan, er best að Ijúka að
hausti. Pau sern verða nefnd hér á
eftir teljast til vorverka.
Gott getur verið að bera kalk í
mýrarjarðveg og blanda því saman
við 5—10 efstu cm jarðvegsins.
Kalkið, t. d. skeljasandur, er þá
borið ofan á plógstrengina og það
herfað saman við moldina um leið
og landið er fínunnið. Kalkdreif-
ingin og fínvinnslan þurfa að fara
fratn eins snemma og veðurfar
leyfir að vori.
Pegar mýrarjarðvegur er kalk-
aður á þennan hátt er sennilega
óhætt að rnæla með 5—10 tonnum
af skeljasandi í hvern ha eftir sýru-
fari jarðvegsins. Sekkjað áburð-
arkalk frá Aburðarverksmiðjunni
hentar ckki vcl til þessara hluta
vegna köfnunarefnisins sem í því
er.
Túnvinnsla og lokajitfnun.
Pegar landið hefur verið plægt að
hausti, ætti lokavinnsla að vori að
verða auðveld. Óhætt er aö mæla
með diskaherfi til aö fínvinna, en í
mýrarjarðvegi kemur jarðvegs-
tætari einnig til greina. Önnur
herfi en diskaherfi, t. d. Hankmo-
herfi er hægt að nota, leyfi jarð-
vegur það.
Tilgangurinn með fínvinnslunni
er aö búa grasfræinu þau skilyrði
að það eigi auðvelt með aö spíra og
festa rætur. en einnig að auðvelda
jöfnun yfirborðsins. Hún verður
því að vera það mikil að þessum
markmiðum sé náð, án þess að
verið sé að eyða tíma og orku í
óþarflega fína vinnslu.
Ef bollar eða lautir eru í
flaginu, þarf að reyna aö fylla þær
áður en sáð er. Til þess má nota
flaggrind upp á gamla mátann,
þ. e. a. s. draga grind úr bjálkum
eða staurum eða einhvers konar
slóða um flagið og skafa jaröveg-
inn með því af bungum niður í
lautir. Núorðið fást tennur, líkt og
veghefilstennur, sem festa má á
lyftibúnað dráttarvéla. Slíkar
tennur auðvelda að sjálfsögðu alla
tilfærslu í flögum.
Sáning.
Strax eftir jarðvinnsluna þarf að
sá. Yfirborð jarðvegsins fer að
þorna strax og vinnslu er lokið, en
það er einmitt í yfirborðinu, sem
fræið spírar. Með því að sá strax
eftir vinnslu nýtist rakinn í yfir-
borðinu til að koma spírunni af
staðogþáeru meiri líkurtilþessað
grasið vaxi illgresinu yfir höfuð en
ekki öfugt. Líði nokkrir dagar frá
því að vinnslu var lokið og þar til
sáð er, hafa illgresis fræ fengið frið
til að safna í sig vatni og spírun hjá
þeirn er komin af stað, þegar gras-
fræinu er sáð. Illgresið kemur því
upp á undan og stendur betur að
vígi í baráttunni um Ijós og vaxt-
arrými.
Stundum hafa menn sáð i flög að
hausti. Allri jarðvinnslu er þá
lokið að haustinu og endað með
sáningu. Nokkrar tilraunir nteð
haustsáningu hafa verið gerðar hér
á tilraunastöðvunum. Ekki hefur
komið fram ntikill munur á sáð-
tímum, en ýmislegt í tilraununum
bæði hér og í erlendum tilraunum
bendir til þess að sáðtími frá miðj-
um ágúst til októberbyrjunar sé
varhugaverður. Við endurvinnslu
túna er fátt sem mælir með
haustsáningu fram yfir sáðtíma
snemnta vors.
Við endurræktun túna getur
verið gott að skjóta grænfóðurrækt
inn á milli, þannig að grænfóður sé
ræktað fyrsta og e. t. v. annað árið
616 — FREYR