Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1982, Síða 31

Freyr - 01.08.1982, Síða 31
/ upphafi veiðiferðar í Jöklu. (Ljósm. ö. K. P.) þurrki, frá 4—5 dögum og allt í 30 dagaíþurrkleysu. Erþau eru orðin þurr eru þau send kaupendum, en þeir eru umboðssalar. Par er Sam- band ísl. samvinnufélaga og Guð- mundur Halldórsson á Húsavík stærstir, en fleiri fyrirtæki taka þau einnig til sölu. Flokkun skinnanna fer fram hjá umboðssala og eru flokkar mismargir, frá fjórum til átta eftir því hver er. Við seljendur höfum lítinn möguleika á að fylgj- ast með mati skinnanna núorðið, en fyrir nokkrum árum kom mað- ur frá umboðsaðila og flokkaði skinnin á staðnum. Þá sá maður hvers var óskað og hvað á vantaði til þess að ná I. flokknum. sem kemur þá fyrir vegna klaufaskapar eða kæruleysis. Verð fyrir skinnin er mjög breytilegt. Þegar það var best fyrir nokkrum árum þurfti nætum þrjá dilka fyrir hvert skinn, en nú er hvert skinn á við hálfan dilk. Greiðslur berast seint fyrir þau, allt upp í 10—11 mánuði frá afhendingu. Þó er skemmtileg undantekningþaráfráárinu 1980. Ég veit ekki hvernig stendur á þessari greiðslutregðu og væri gott ef einhver skýrði hana, því að af- urðalán hlýtur þessi útflutnings- vara að fá þar sem hún skapar er- lendan gjaldeyri. Eins væri at- hugandi fyrir okkur selveiðibænd- ur hvort ekki væri hægt að koma sama kerfi á hjá okkur og minka- og refabændur hafa hjá t. d. Hud- son Bay uppboðssalanunt. Af hverju er verðið svona lágt á kópaskinnum, spyrja menn. Þar tel ég tvær orsakir vera á ferðinni. Hin fyrr er hinn rnikli áróður gegn selveiðum en hin síðari að nú eru tísku skinn af dýrum með löng hár, en stutthærð skinn, eins og kóp- askinn, eru í lægð svo að þetta get- ur breyst fyrr en varir. Ekki er langt síðan Búnaðarfé- lag íslands réði til sín hlunninda- ráðunaut. Er það Árni G. Péturs- son. Megum við hlunnindabændur vel við una og vænti ég þess að hann láti frá sér heyra um sel- veiðinytjar og hvert beri að stefna í þeim málum. Eins væri engin goðgá að stofna einhvers konar félagsskap selveiðibænda og þá t. d. sem deild innan Æðarrækt- arfélagsins, eins og fram hefur komið á fundi þar, því að mjög margir nýta hvoru tveggja þessara hlunninda, æðarvarp og selveiði. Eins þarf að þoka þeim málum áfram að þessar innlendu búgrein- ar njóti sömu fyrirgreiðslu í fjár- málum innan landbúnaðarins eins og hinar erlendu innfluttu búfjár- tegundir minkur, refur og kanínur. Kvikasilfursmengun Náttúruverndarráð Svíþjóðar hefur látið kanna kvikasilfurs- magn í vötnum þar í landi og kom þá í Ijós að kvikasilfursmengun er mun alvarlegri en búist var við. í vötnum Suður- og Mið-Svíþjóðar er kvikasilfursmagn mjög víða það mikið að neysla fiskjar úr vötnum er varhugaverð, en hættumörkin eru sett við eitt milligramm kvika- silfurs í einu kílógrammi fiskjar, sem á þessum slóðum er einkum gedda. Kvikasilfrið berst með and- rúmslofti í vötnin úr reyk úr verksmiðjum bæði í Svíþjóð og nálægum löndum. Nordisk Kontakt 3/82. freyr — 623

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.