Freyr - 01.08.1982, Page 33
mikið er um slíka maura í þurrheyi
hér á landi og aö í heyinu voru
sumar þær tegundir er geta valdið
bráðaofnæmi. Arið 1981 voru
gerðar ítarlegri rannsóknir til aö
kanna tegundir, tíðni og útbreiðslu
maura í heyi hér á landi. Safnað
var heysýnum úr öllunt lands-
fjórðungum og maurar og önnur
dýr í sýnunum greind til tegunda
og talin.
í 36 heysýnum var fjöldi kvikra
áttfætlumaura frá 64 upp í
1 234 1 19 dýr í kg af heyi. Nitján
maurategundir fundust, en aðeins
fimm þeirra, samtals 96.7'/o af
fundnum dýrurn, mynda eiginlegt
heymaurasamfélag. Þessar teg-
undir eru: Tarsonemus sp. (ekki
lýst áður), Lepidoglyphus des-
tnicior, Acurus farris, Tydeus int-
erruptus og Cheyletus eruditus.
Breytileiki í tegundarsamsetningu
og tíðni mauranna reyndist yfir-
leitt meiri í mismunandi heyi úr
sömu hlöðu, en milli landshluta.
Vegna Iifnaðarhátta og lífsferla
sinna leikur grunur á að L. des-
tructor ogA farris séu þær tegundir
er einkunt geti valdið ofnæmi
þegar unnið er viö þurrhey hér á
landi.
Næsta skref í rannsóknum þess-
um verður að reyna að kanna of-
næmisviðbrögð heysjúks fólks við
maurunt þessum og að hve miklu
leyti sé hægt að halda maurunum í
skefjum með mismunandi verkun
og geymslu þurrheys.
Eggerf Gunnarsson og Vala Friðriksdóttir
Tilraunastöð Háskólans í meinafræði, Keldum:
Gildi felliprófa til greiningar á heymæði
í mönnum og hestum
Orsök heymæði (heysýki, heysótt,
"Farmers lung“) var óljós þar til
fyrir um 20 árum að sýnt var fram á
að í blóði manna með heymæði
væru svokölluö feílimótefni gegn
„extracti" úr mygluöu heyi. Nú
eru menn yfirleitt santmála um að
heymæði sé ofnæmissjúkdómur,
þar sem áreitið er oftast hita-
sæknar bakteríur (geislasveppir.
actinomycetes) í heyi.
Rannsóknir okkar hafa beinst
að því að kanna fellimótefni í
serrni manna og hrossa gegn
nokkrum þekktum ofnæmisvök-
um. Að rannsókninni á heymæði í
hrossum stóðu með okkur pró-
fessor Þorkell Jóhannesson,
Rannsóknastofu Háskólans í
Ivfjafræði og Tryggvi Ásntunds-
son, læknir á Vífilsstaðaspítala.
Rannsóknin á fellimótefnum í
sermi manna er gerð í samvinnu
við Vigfús Magnússon, heilsu-
gæslulækni í Vík. Þessari rannsókn
er enn ólokið.
Alls voru rannsakaðir 138
hestar; 18 heilbrigð hross, 15
hestar, sem sannanlega höfðu
heymæði, 23 skyldleikaræktaðir
hestar og 82 ættbókarfærðir stóð-
hestar. Gerð voru fellipróf í sermi
fyrir bakteríunum Micropolyspora
faeni og Thermoactinomyces vulg-
aris og sveppunum Aspergillus
fumigatus, Alternaria, Penicillium
og Rhizopus.
Leitað var upplýsinga um
sjúkdóma, einkum lungnasjúk-
dóma. Litið var á holdafar hest-
anna, hey, loftæstingu og annan
aðbúnað. Klínískt veikir hestar
voru skoðaðir sérstaklega.
Til þessa hafa verið tekin til
rannsóknarblóðsýni úr 137 íbúum
Víkurlæknishéraðs. Prófað hefur
verið fyrir mótefnum gcgn M.
faeni, T. vulgaris og A fuinigatus.
Til samanburðar höfum við prófað
blóðsýni úr 39 starfsmönnum Til-
raunastöðvarinnar aö Keldum og
57 blóðgjöfum á rannsóknastofu
Hjartaverndar.
Niðurstöður rannsóknanna
benda til þess að Micropolvspora
faeni sé mjög algeng í heyi hér-
lendis. Hjá hrossum fannst góð
samsvörun ntilli fellimótefna í
serrni og sjúkdómseinkenna frá
öndunarfærum. Mötefni gegn M.
faeni í sermi virðast vera mun al-
gengari meðal bænda í Víkur-
untdæmi en fundist hefur við sam-
bærilegar athuganir erlendis.
Landlæknisembættið.
freyr — 625