Freyr - 01.08.1982, Blaðsíða 36
Óttar Geirsson:
Beitarfélög
/ Noregi hefur um nokkurt árabil þekkst, ad tveir eða fleiri
kúabændur hafa stofnað með sérfélag til að rækta beitiland
handa mjólkurkúm yfir sumarið. Félagsskap af þessu tagi
mœtti kalla beitarfélag og beitina félagsbeit.
þess að meiri hey eru til. l’ar sem
ræktunarskilyrði eru erfið getur
munað vcrulega í heyöflun um
þann túnhluta, sem færi undir
kúabeit, væru kýrnar heima.
Töluverð fjárfesting liggur í
ræktun, girðingum og aðstöðu við
félagsbeitina. í Noregi eru veitt
rífleg fjárframlög frá ríkinu til
beitarfélaga.
Kýrnar eru hafðar á félagsbeitinni
allan sólarhringinn og mjólkaðar í
húsi eða skýli við beitilandið. Oft
er notast við einfaldan, óeinangr-
aðan bárujárnskúr eða bragga yfir
mjaltabás og mjólkurgeymi.
í Noregi er meðalkúafjöldi á
félagsbeit 80 kýr. Einn maður sér
um kýrnar og hirðir beitilandið yfir
sumarið. Stundum skiptast fé-
lagsmenn á um starfið, en oftar
mun sérstakur kúahirðir ráðinn
allt sumarið. Hann er oft ráðinn
sem afleysingamaður að vetrinum
á þeim búum, sem að beitarfé-
laginu standa.
Við nýrækt og girðingavinnu í
upphafi vinna allir félagar eftir
aðstæðum. Sameiginlegur kostn-
aður skiptist eftir gripafjölda og
mjólkurmagni. Stærstu kostnað-
arliðir við rekstur félagsbeitar-
innar eru áburður og laun kú-
ahirðis.
Kostir félagsbeitar eru ýmsir.
Bóndinn er ekki rígbundinn við
búskapinn yfirsumarið. Hann get-
ur leyft sér að taka meiri frí en
annars, jafnvel að fara í smá-
ferðalag. Við það að losna við að
sinna kúnum yfir sumarið, gefst
betri tími til að sinna öðrum störf-
um á búinu og gera ýmistlcgt það
sem lenda vill í undandrætti og er
jafnvel aldrei gert, þegar menn eru
bundnir bæði kvölds og morgna
við mjaltir.
Annar ávinningur er betri beit.
Fjölgi menn ekki kúnum vegna
þeirrar beitar sem sparast heima,
má fóðra betur að vetrinum vegna
Holdanautastofninn í Hrísey
Nýlega kom át skýrsla um holdanautastofninn í Hrísey fyrir árin
1975—'81. Skýrslan er 56 síður og er prentuð sein fylgirit ineð
Frey. Skýrslan er með líku sniði og nautaskýrslur þœr sein Freyr
hefur birt á undanförnum árum að því viðbœttu að Jónas Jónsson
sem var formaður stjórnar Sóttvarnarstöðvarinnar í Hrísey á í
henni greinum stofnun og uppbyggingu stöðvarinnar.
Skýrslan verður send öllum viðskiptamönnum Nautastöðvar
Búnaðarfélags Islands á Hvanneyri, en í þeirra hópi eru nær allir
kúabœndur á landinu. Margir þeirra eru jafnframt áskrifendur
Freys. Skýrslunni verður ekki dreift með blaðinu, en áskrífendum
verður send hún þeim að kostnaðarlausu og þurfa þeir einungis að
koma óskum um það áframfæri við afgreiðslu blaðsins, munnlega
eða skriflega.
Bændaorlof á Hvanneyri
Bændaskólinn á Hvanneyri býður sveitafólki til orlofsdvalar vikuna 15.-
21. ágúst n. k.
Dagskrá orlofsvikunnar verður með líku sniði og undanfarin ár, en
mótast þó af áhuga dvalargesta.
Dvalarkostnaður á þáttakanda er áætlaður kr. 2.100 oger þá innifalið
fullt fæði, gisting á 2ja manna herbergjum með uppbúnum rúmum og
ferðakostnaður í hópferðum. Börn fá 40% afslátt.
í hópferðunum verður farið um sögustaði í Borgarfirði, heimsótt
fyrirtæki og skoöuð bændabýli.
Frekari upplýsingar fást í síma 93-7000 og þar er einnig tekið á móti
pöntunum.
Magnús B. Jónsson,
skólastjóri.
628 — FREYR