Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1982, Blaðsíða 37

Freyr - 01.08.1982, Blaðsíða 37
G-vara er mjólkurvara sem geyma ma 12 manuði án kælingar. Það kemur sér víða vel. Bréf til blaðsins Verðlausar gærur af heimalóguðu fé? Skafti Benediktsson, Hraunkoti í Lóni skrifar bréf til Freys, sem birtist í 13. tbl. bls. 540. Skafti segir frá því aö undanfarin ár hafi allar gærur af heimalóuðu fé farið í úrkast hjá gærukaupandanum (kaupfélaginu). Skafti segir svo: „Með öðrum orðum, gærurnar eru verðlausar, sama hvort þær eru af eldri eða yngri kindum, og eins hvort sem féð hefur verið vetrar- rúið eða ekki. Langar mig að vita, hvort þetta er svona um allt land og þá af hverju." Við spurningunni er það svar að þetta mun vera eitthvað misjafnt, en þó er alls staðar um að ræða tiltölulega lágt verð. Ástæðan fyrir því að gærur af heimalóguðu eru verðlitlar er sú að þær eru mjög misjafnar. Sumar eru jafn góðar og gærur af fé sem slátrað er í sláturhúsi, en aðrar eru nær einskis virði. Ástæður þess að gærur af heimaíóguðu eru lítils metnar eru einkum þrjár: 1. Hæklun og fyrirristu er oftast mjög ábótavant. Þetta þýðir að mun meira skerst utan af gærunni í vinnslu. Hún rýrnar meira, og henni er auk þess hættara við að rifna í vinnslu. 2. Sénotaðurhnífurviðfláningu er mjög hætt við að innstu himnur gærunnar særist og jafnvel svo að gat komi þegar farið er að vinna þær. 3. Söltun er oft ábótavant. Komi ýlduskella í gæruna innan við skækla (í bakstykki) er hún svo gott sem verðlaus. Hér hafa verið’ taldin þeir ágallar sem því miður gera of oft vart við sig í gærum af heimalóguðu fé. Sé hins vegar það, sem að 'ofan er nefnt, í lagi, á gæran af heima- lóguðu að vera jafn verðmikil og aðrar gærur. Ég gel ekk’i svarað hvers vegna verslunarfélög bænda greiða ekki slíkar gærur fullu verði, en get þó ímyndað mér að það þyki of mikil vinna að meta hverja gæru, sem þannig kemur til innleggs. Reykjavík, 30. júní 1982 Sveinn Hallgrímsson

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.