Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1982, Síða 38

Freyr - 01.08.1982, Síða 38
Rósberg G. Snædal: Skrjáf í skræðum Fyrsta já-ið á Snæfellsnesi. Ævisaga séra Árna Þórarinssonar á Stórahrauni, sem meistari Þór- bergur skráði á sex bækur, er áreiðanlega ein sú hreinskiptnasta og læsilegasta persónusaga, sem rituð hefur verið á þessari öld hér- lendis. Viðskulum þvígrípa niðurí kafla, sem nefnist ,,Ég kvænist": Konuefni mitt sá ég fyrst á ævinni haustið 1886 [þá nýkominn í kallið.] Hún var þá 9 ára....... Þegar ég sá þessa telpu í fyrsta sinn, heilsaði ég henni með handa- bandi og sagði: — Kontdu sæl, góða mín! Ósköp ertu falleg. Svo reyndi ég hana í lestri. Hún var fluglæs. Við fermingu fékk hún hjá mér þann vitnisburð í kirkju- bókinni, að hún væri ágæt í lestri, skrift, reikningi, kristindómi og hegðun. Ekki datt mér þá í hug, að við ættum eftir að verða hjón. Kristín í Skógarnesi var yfir Ingi- gerði konu Arnfinns Arnfinns- sonar, þegar hún lá banaleguna.... Eftir andlát Ingigerðar fylgdi ég Kristínu út í Skógarnes. Égsegi við hana þegar við erum að fara yfir mýrarfen ntilli Miklholts og Skóg- arness: — Mér dettur í hug að biðja henn- ar Betu litlu í Skógarnesi ntér til handa. Þá segir Kristín: — Hún er of ung til þess. — Það er nú kvilli, sem læknast fljótt, svara ég. Svo kornum við út í Skógarnes. Þá var dagur að kvöldi. Elísabet og Guðríður móðir henn- ar voru að mjólka kýr á stööli. Ég geng til Guðríðar, heilsa henni og segi frá samtali okkar Kristínar. — Já, ég er að hugsa um að biðja hennar Betu. Guðríður tekur því ekki fjarri. — Vitlu nefna það við hana? Hún játti því. Jæja, ég ætla að ganga hérna heim að bænum á meðan. Síðan geng ég heim að bæjarhúsunum. Þegar þær mæðgur luku mjöltum, var ég staddur bak við húsastafnana. Það var enginn spenningur í ntér. Það var eins og mér stæði á sama, hvort ég fengi já eða nei. Svo gengur Guöríður til mín og segir: — Ég spurði Betu: — Hvað mundir þú segja, ef hann séra Árni bæði þín fyrir konu? Þá svaraði hún: — Af hverju ertu að spyrja mig að þessu? Honum er ekki það í huga. —Jú, hann bað migað nefna það við þig, hvernig þú mundir taka því. Þá svaraði Beta undir- eins: — Ég rnundi áreiðanlega taka því vel. Þá segi ég: — Láttu hana konta hingað. Guð- ríður gengur burtu, og Beta kentur að vörmu spori. Ég spyr hana: — Heyrðu! Hefur hún mamma þín ncfnt nokkuð einkennilegt við Þ'g? — Já, svarar hún. — Hvað segirðu um það? — Ég segi allt gott um það. Þá féllumst við í faðma og kysst- umst í fyrsta sinn. Það var fyrsti ástarkossinn, sem ég hafði kysst á ævinni, en ekki sá fyrsti, sem ég hefði viljað gefa. Skáldlegri en þetta var nú trúlofun mín ekki. Elísabet var fyrsta barnið á Snæfellsnesi, sem ég heyrði segja ,,já“ við því, sem hún var kvödd til. Hjá öðrum börunum á nesinu hafði ég alltaf vanist annað hvort þögn eða neii.“ [Séra Árni var þá 34 ára, en Elísabet tæpra 17.] Ævisaga Árna prófasts Þórarins- sonar IV. Danir geta valið á milli 89 Lýðskóla. Lýðskólar eru enn margir og öfl- ugir í Danmörku. Þessar merku menntastofnanir hafa haft heilla- vænleg áhrif á danskt þjóðlíf, og urðu til að styrkja innviði þjóðfé- lagsins eftir bitran ósigur Dana fyrir Prússum árið 1864. Þá misstu Danir Suður-Slésvík og Holseta- land. Lýðskólahreyfingin breiddist frá Danmörku til hinna Norður- landanna, þó í litlum mæli hingað til íslands. Margir íslendingar Itafa þó stundað nám í dönskum lýð- skólum. Danskir lýðskólamenn börðust fyrir því að Danir skiluðu okkur handritunum og án þeirra liðsinnis er vafasamt hvort hand- ritamálið væri komið svo vel í höfn sem raun ber vitni. Nú eru starf- andi í Danmörku ekki færri en 89 lýðskólar og þar standa mönnum til boða um 700 námskeið. En þetta má lesa í bæklingnum ,,Danmarks Folkehojskoler" som Hojskolernes Sekretariat, Vartorv í Kaupmannahöfn hefur gefið út. Þar má finna fróðleik um 496 stutt námskeið, sem standa 1—2 vikur og 204 löng námskeið, sem eru 1—10 mánaða löng. í fvrra voru um 47 000 manns á lýðskóla- námskeiðum í Danmörku, en um 50 000 á þessu ári.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.