Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1982, Blaðsíða 39

Freyr - 01.08.1982, Blaðsíða 39
Molar Frá Æðarræktarfélagi íslands. Stofnlánadeild landbúnaðarins lánar nú fé til bygginga vegna dún- hreinsunarstöðva og varðskýla í æðarvarplöndum. Hefur Æðar- ræktarfélag íslands óskað eftir því að Byggingastofnun landbúnað- arins geri tillöguuppdrátt af tveimur gerðum varðskýla. Fræðslurit um æðarrækt kemur út á þessu ári. Höfundur þess er Eysteinn G. Gíslason í Skáleyjum. Æðarræktarfélagið vinnur nú að því að fá til framkvæmda þings- ályktun um vísindalega rannsókn á lifnaðarháttum æðarfugls. Félagið beitir sér fyrir auknum aðgerðum til þess að fækka fuglvargi og mink, og það vill að áfram verði haldið tilraunum með uppeldi æðarunga. Meðal annars, sem félagið vinn- ur nú að er að hlunnindaráðunaut- ur verði ráðinn í heilsársstarf, að grásleppunet verði ekki lögð á grynnra vatni en 12 föðmum, að grásleppuveiðar verði ekki leyfðar nær friðlýstu æðarvarpi en 5 km, og miðar það að verndun æðar- fugls. Stjórn Æðarræktarfélags ís- lands skipa nú Ólafur E. Ólafsson, formaður, Sigurlaug Bjarnadóttir, og Eysteinn G. Gíslason. Ráðu- nautur í æðarrækt er Árni G. Pét- ursson. Blýmengun við vegi í Noregi er varað við að rækta blaðgrænmeti svo sem salat, per- sillu og sellerí nálægt miklum um- ferðarvegum vegna hættu á blý- mengun. Rannsóknir sýna þó að 10—15 metrum frá vegi dregur verulega úr þessari hættu. Meng- unin stafar af því að blýi er bætt í bensín til að hækka oktantöku þess, þ. e. sjálfsíkveikjumark bensíns. Baráttan við bjölluna kostaði nkr. 170 milljónir á árunum 1979—’81. Þar af greiddi ríkið 80 milljónir en skógareigendur af- ganginn. Norinform. Veto AMOKSTURSTÆKI VETO F-10 ámoksturstækin eru fáanleg á allar tegundir dráttavéla. Allir vökvatjakkar eru tvívirkir. Standarar eru áfastir gálga svo taka má tækin frá hvar sem er. Hægt er að fá margs konar fylgihluti við tækin, svo sem ýtublað, heykvísl og lyftarakló. BOÐI f ÁSBÚÐ 12 - 210 GARÐABÆ - SlMI 91-44573 BOX 89

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.