Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 7

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 7
Matvælaframleiðslan í heiminum Offramleiðsla á matvælum er umræðuefni í erlendum blöðum og tímaritum um þessar mundir. Bandaríska tímaritið Science birti fróðlega yfirlitsgrein um þetta efni 3. apríl, sl. Verður efni hennar rakið og endursagt hér á eftir. Vegna framfara í landbúnaði í mörgum löndum eru nú til miklar umframbirgðir af matvöru. Tuttugu og fimm þjóðlönd, meðal þeirra nokkur lönd Evrópubandalagsins, Kanada, Ástralía, Argentína, Kína, Indland og jafnvel Sádi-Arabía flytja meira út af korni en þau flytja inn. Útlit er fyrir að næsta áratug vaxi framleiðsla matvæla hraðar en fólki fjölg- ar. Þessi þróun hefur haft og mun hafa gífurleg áhrif á landbúnað um allan heim. Á ráðstefnu sem Stéttarsamband bandarískra bænda hélt nýlega í Chicago var fjallað um þetta málefni og þar komu m.a. fram þessi atriði: Margar orsakir eru til þess að birgðir mat- væla hafa aukist. Meðal þeirra eru nýir og betri kornstofnar, meiri áveitur og áburður, betri varnir gegn sjúkdómum og skaðdýrum og að meira land hefur verið tekið til ræktun- ar. Mikilvægust eru nýju kornafbrigðin. Kyn- bætur á plöntum hafa átt mestan þátt í vax- andi framleiðni á búvörum á undanförnum árum. Hrísgrjónauppskera í Asíu hefur aukist úr 1,2 tonnum á hektara (t/ha) árið 1960 í 3,2 t/ha og er enn að aukast. Hveitiuppskera í Evrópu hefur u.þ.b. þrefaldast og hefur síðan 1960 aukist upp í 4,4 t/ha. Samsvarandi fram- farir hafa orðið í mörgum öðrum löndum. í Kína hafa orðið umfangsmestar breyting- ar í landbúnaði. Síðan 1978 hefur framleiðni þar aukist um 50 til 60 af hundraði. Breyting- arnar eru að nokkru leyti vegna skipulags- umbóta, sem örva einkaframtak. Einnig hafa rannsóknastöðvar kynbætt og sett á markað afurðamikil afbrigði nytjajurta sem hafa leyst eldri stofna af hólmi. Nú er fáanlegt endur- bætt útsæði af hveiti, hrísgrjónum og maís. Kínverjar eru nú þriðju mestu notendur tilbú- ins áburðar, en áburður frá mönnum og skepnum og annar lífrænn áburður er enn helmingur þess áburðar sem notaður er í Kína. Á Indlandi hafa líka orðið miklar umbætur í landbúnaði. Fyrir tuttugu árum fluttu Ind- verjar inn korn, en nú flytja þeir það út. Þeir hafa einnig eins og Kínverjar reynst snjallir í plöntukynbótum. Miklar framfarir hafa orðið annars staðar, t.d. í Bangladesh og Indónesíu. Minnstar framfarir hafa orðið í Afríku, en það virðist standa til bóta. Nýtt sorghum afbrigði sem framleitt er í alþjóðlegri rannsóknastöð í þurrkabeltinu í Afríku er þurrkþolið. I slæmu ári gefur það meiri uppskeru en staðbundin afbrigði á góðu ári. í góðu ári gefur það tvöfalt til þrefalt meiri uppskeru. Mat- vælabirgðir hafa enn aukist vegna styrkja- stefnu einstakra ríkja. Styrkir til landbúnaðar, sem voru um 20 milljarðar dollara árið 1970 hafa hækkað í 150 milljarða dollara. í Banda- ríkjunum verða framlög til bænda 27 millj- arðar dollara nú í ár. Löndin tólf í Efnahags- bandalagi Evrópu vörðu 23 milljörðum doll- ara til stuðnings landbúnaðar árið 1986, Japan 15 milljörðum. Styrkirnir hafa orsakað of- framleiðslu og lágt verð á korni sem selt er á heimsmarkaði. Þeir sem skattlagðir eru til þess að greiða styrkina njóta venjulega ekki góðs af hinu lága heimsmarkaðsverði. Árið 1960 greiddu Japanir hrísræktar- bændum sínum tvöfalt heimsmarkaðsverð. Vegna stjórnarstefnu þar í landi hefur verð á japönskum hrísgrjónum hækkað tífalt meira en á tailenskum hrísgrjónum. Japanskir neytendur borga 1000 krónur fyrir melónu og 2400 kr. fyrir kg af góðu nautakjöti. Frh. á bts. 480. Freyr 455

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.