Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 26

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 26
Hver er framtíð matvæla- framleiðslu hjá hinum ríku, iðn- væddu þjóðum? í þessum löndum munu við lok aldarinnar aðeins búa um 10% jarðarbúa. Flest bendir til að það verði hvorki tæknilega né fjárhagslega freistandi fyrir þessar þjóðir að leggja mikla áherslu á mat- vælaframleiðslu handa hinum 90% jarðarbúa. Útflutningur á matælum frá Vesturlöndum til þróunarlanda mun því verða lítill eins og hann raunar er um þessar mundir. Um nk. aldamót verður helm- ingur jarðarbúa stórborgarbúar. Á Vesturlöndum verður þetta hlutfall raunar um 80%. Reynsla bæði þróaðra og vanþróaðra ríkja sýnir að neysluvenjur breytast við flutning úr sveit í borg. Áberandi þróun síðasta áratug er almennt aukin neysla á búfjárafurðum. Á næstunni bendir flest til að þróun- in verði önnur. Samþætting efna- hags- og heilsufarsjónarmiða, og því til viðbótar dýraverndunar- sjónarmiða á allra síðustu árum, hafa nýverið leitt til samdráttar í sölu á ákveðnum búvörum í sumum löndum á Vesturhveli jarðar og nær þetta bæði til sumra kjöttegunda, eggja og mjóikur- afurða. Vandséð er hve langt þessi þróun gengur. Nýlegar bandarísk- ar rannsóknir sýna furðanlega örar breytingar hjá þarlendum neytendum á síðustu árum. Hlutur matvöru í útgjöldum heimsins fer greinilega enn lækk- andi. Vegna þessa er hugsanlegt, þegar matvaran nemur þetta lágu hlutfalli af heildarútgjöldum, að verðið verði ekki jafn afgerandi þáttur í framtíðinni. Örugglega verður sívaxandi áhersla lögð á gæði vörunnar þar sem áhersla verður lögð á hollustu og einnig í auknum mæli horft til umhverfis búpeningsins. Þróunarlöndin Stærstu tíðindi í matvælafram- leiðslu á næstu ártugum gerast í þróunarlöndunum. Um 100 lönd eru flokkuð sem slík. Meðaltekjur hjá þessum þjóðum eru um tíundi hluti þess sem er á Vesturlöndum og munurinn vex sífellt. í heild hefur matvælaframleiðsla aukist örar en fólksfjöldi á síðustu árum, þó að í 50 af þessum löndum gæti öfugþróunar. Fólksfjölgun í mörg- um þessum löndum verður á bil- inu 2—3% á ári fram yfir aldamót. Um aldamót er þess vænst að fólksfjöldi í þessum löndum verði helmingur þess sem verður þegar fólksfjöldi kemst í jafnvægi í þess- um löndum. Augljóslega þurfa þessar þjóðir því að takast á við stóraukna matvælaframleiðslu á næstu áratugum. Þetta virðist mögulegt þó að það kalli á miklar efnahagslegar breytingar í þessum löndum og gerbreytingu í verslun þeirra á milli og við ríka hluta heimsins. Hvort lokamarkið næst verður ekkert fullyrt. Verkefnin sem menn kljást við í hinum ríku og fátæku hlutum heims eru því mjög ólík á næstu áratugum. Vandann má þó leysa, takist okkur að halda átökum milli heimshluta í skefjum og andrúms- loftið geti tekið við þeirri mengun sem umsvif mannsins hafa í för með sér. Við erum vel undir það búin að takast á við vandann. Mikilvægust af öllu er sú mikla þekking sem við höfum aflað okk- ur ásamt hæfni okkar til að laga hana að aðstæðum, auka hana og bæta. Til að spá um framtíðina til lengri tíma þurfa menn annað tveggja að búa yfir ótrúlegri visku eða heimsku. Bjartsýnin leyfir okkur þó að vænta að við önnur aldamót hafi fólksfjölgun að mestu stoppað. Þá verður jörðin orðin þéttsetin. Með góðri stjórn ætti frelsi frá hungri að geta verið raunveruleiki fyrir hvern og einn jarðarbúa. Stuðningur til búháttabreytinga. Framleiðnisjóði er ætlað með lögum að efla atvinnustarfsemi í sveitum. Hann er eitt mikilvæg- asta tækið í þeim breytingum sem nú er unnið að í landbúnaði. Framleiðnisjóður landbúnaðar- ins hefur sent frá sér tilkynningu, þar sem fram kemur að almennt mun sjóðurinn ekki kaupa eða leigja fullvirðisrétt í mjólk fyrir næsta verðlagsár, 1988/89. Skýr- ingin á því er sá góði árangur sem náðst hefur í að laga mjólkurfram- leiðsluna að innanlandsþörfum. Hins vegar hefur verið ákveðið að kaupa og leigja áfram, að minnsta kosti í eitt verðlagstíma- bil, fullvirðisrétt í kindakjöti. Skýringin á því er enn minnkandi sala þess. Framleiðnisjóður leggur að þessu sinni sérstaka áherslu á, að nú sé gefinn kostur á því að leigja eða selja fullvirðisrétt, án þess að búháttabreytinga sé krafist á við- komandi býli. Ástæður sem teljast fullgildar til að menn geti selt eða Ieigt rétt sinn á þan hátt eu m.a. svæðaskipulag, landfriðun og ann- ars konar landnýting en tíðkast hefur. Ennfremur heilsufar ábú- enda, aldur og fleira. Forgangsrétt til að leigja eða selja fullvirðisrétt hafa frumbýl- ingar og þeir sem eru með minna en viðmiðunarbúið (400 ærgildi). Breyting hefur orðið á greiðslu- Frh. á bls. 460 Flokkar neytenda Sælkerar.................. Áhugafólk um matreiðslu Hin „hagsýna húsmóðir" . Virkur lffsstfll.......... Hollustusjónarmið ........ Hlutfall neytenda, % 1983 1985 22 20 25 16 17 10 17 23 26 24 474 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.