Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 29

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 29
Ár1987 Nr. 566 OMC-heyhnífur Gerð: OMC AS/85. Framleiðandi: OMC, Correggio, Ítalíu. Innflytjandi: Orkutækni hf., Reykjavík. YFIRLIT. OMC heyhnífurinn var reyndur af Bútæknideild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins veturinn 1986—1987. Heyskerinn hentar vel til heyskurðar bæði á votheyi og þurrheyi. Hann er knúinn með einfasa rafstraum með 900 W mótor. Skurðhraðinn er um 1,0 m/mín við votheysskurð en allt að 3,4 m/mín í lausu þurrheyi. Skurðdýptin er 40—50 cm. Raf- magnsnotkun er að jafnaði 3—5 amper og benda mælingar til að afl mótors sé á mörkum þess að vera nægilegt í föstum stæðum. Vinnustaða við notkun á tækinu er fremur góð og tiltölulega auðvelt að stjórna því, en þó er til nokkurra óþæginda titringur á handföngum við skurð í föstum stæðum. í þéttu votheyi þarf að ýta tækinu niður með nokkrum þunga og sömuleiðis þarf þá töluvert átak til að lyfta því upp úr skurðfari. Heyskurðurinn verður yfirleitt hreinn og hægt að skera alveg út að veggjum og öðrum hindrunum. Ekki virðist sérstök slysahætta bundin við notkun tækisins ef notkunarreglum er fylgt. Vinna við viðhald á tækinu er lítil. Sérstakar smergilsskífur þarf til að hvetja skurðbúnaðinn. Eng- ar bilanir urðu á reynslutímanum og í heild virðist tækið traustbyggt. Frh. af síðustu blaðsíðu. Ökumannshúsið er vandað og uppfyllir öryggis- kröfur. Upphitunar- og loftræstibúnaður í húsi vann á fullnægjandi hátt. Hávaði í ekilshúsi er neðan þeirra marka, sem talin eru skaðleg. Afstaða sætis til fótolíugjafar veldur því, að vinnuaðstaða ökumanns er ekki eins og best verður á kosið. Dráttarvélin virðist vönduð að allri gerð og á reynslutímanum komu ekki fram neinar bilanir á dráttarvélinni, en hann var of skammur, til þess að unnt sé að dæma örugglega um endingu og slitþol vélarinnar. AthugiS: Að gefnu tilefni skal vakin athygli á því að unnt er að gerast áskrifandi að prófunarskýrslunum gegn vœgu árgjaldi. Áskrifendur fá sendar skýrslurnar í heild um leið og þœr koma út en í mörgum tilvikum er óskað eftir ítarlegri upplýsingum en birtist hér í blaðinu. Peir sem óska eftir að gerast áskrifendur eða fá nánari upplýsingar hafi samband við skrifstofu Bútœknideildar að Hvanneyri, sími 93-7500. Freyr 477

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.