Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 37

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 37
Vísindamenn streyma frá EBE-löndum til Bandaríkjanna. Flótti vísindamanna frá Evrópu til Bandaríkjanna veldur mönnum í löndum Efnahagsbandalagsins áhyggjum. Árið 1984 fluttu 1388 vísindamenn og verkfærðingar vestur um haf, að því er segir í skýrslu frá stjórnarnefnd EBE. Þetta er m.a. ástæðan fyrir því að nefndin hefur síðustu ár lagt sig fram við að koma á evrópsku tæknibandalagi til þess að geta boðið vísindamönnum álfunnar betri Iaun og starfsskilyrði. í skýrslu EBE-nefndarinnar segir að Bretar séu drýgstir við að leggja Bandaríkjunum til vísinda- menn, þó að svo kaldhæðnislega vilji til að Bretar hafi allra manna harðast staðið gegn því að auka framlög Efnahagsbandalagsins til rannsókna. Árið 1984 kusu 859 breskir rannsóknamenn og verkfræðingar að flytja sig til betri starfsskilyrða handan hafs. Vestur-Þýskaland var í öðru sæti með 139, Grikk- land í þriðja með 85 og Frakkland í fjóða sæti með 81 vísindamann, sem fluttist vestur. Kúamjólkin er best Nú sem áður er kúamjólk í fyrsta sæti sem hollur matur og það af eftirfarandi ástæðum: Fullorðinn maður þarf, til þess að fá nægilega mikið kalsíum (0,8 g) daglega, að drekka 1/4 lítra af mjólk og auk þess borða súr- mjólk, ost, skyr eða jógúrt. Mjólkin er og verður aðal „kalsíumnáma“ okkar. Kalsíum gerir beinin sterk og er eitt af efnunum í blóðinu. Hvað fituna snertir, þá er mjólkurfita auðmeltasta fita í mat. Mjólkursykur er mikilvægur fyrir meltinguna því að hann örvar hreyfingar meltingarfærana. góð einangrun Vatnsvarðar tengingar Ný suöutækni Aftöppun 3/8" Galvaniseraður sökkull Stillanlegir fætur Vinylklæddur aö utan Bændur Það borgar sig að fjárfesta í ryðfríum vatnshitadunk úr HWT stáli. Úttök fyrir heitt og kalt vatn að ofan Eigum á lager dunka í stærðunum: 22—80—120—200- 300 lítra. Leitið upplýsinga um verð og greiðslukjör. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI I6995

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.