Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 13

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 13
Ráðunautafundur 1987 Óttar Geirsson, jarðræktarráðunautur, Búnaðarfélagi íslands V othey s verkun Inngangur. Á fundi um vothey, sem tœkniskor (seksjon VII) NJF stóð fyrir (í samvinnu við plöntu- og búfjárskorir, II og V) á Hvanneyri sl. haust, var bent á að vegna þess hve sumur eru stutt á Norðurlöndum eru fáar tegundir nytjajurta sem hcegt er að rækta í þessum löndum. Hins vegar má segja að skilyrði til grasræktar séu góð. Hið stutta sumar veldur því að mikinn hluta uppskeru af túnum verður að verka og geyma til vetrarins. Það er því eðlilegt að heyverkun gegni þýðingarmiklu hlutverki á Norðurlöndum og Norðurlandabúar standi framar- lega á því sviði. Ég vil segja hér frá nokkrum atriðum, sem komu fram á þessum fundi. Heyverkun má skipta í tvennt,eftir því hvort heyið er geymt þurrt eða vott, þurrey eða vothey. Fram á þesa öld var heyið nær allt geymt þurrt en í seinni tíð hefur votheysverkun unnið á. Bændur hafa horfið frá þurrkun úti, annað hvort á velli eða á hesjum, en það hefur verið nokk- uð mismunandi eftir löndum, hvað hefur tekið við. í Noregi, Finnlandi og Danmörku hefur votheysgerð einkum tekið við hlutverki útiþurrkunar, en í Sví- þjóð og á Islandi hafa bændur fremur hallast að súgþurrkun. Um miðjan þennan áratug er talið að um 80% af heyfeng Norðmanna sé verkaður í vothey og meira en helmingur af heyfeng Finna og Dana. Votheysverkun hefur einnig aukist í Svíþjóð og á Is- landi. Votheysverkun hefur þró- ast nokkuð mismunandi á Norður- löndum. í Noregi, Finnlandi og á íslandi er algengast að hirða beint við slátt í vothey og nota íblönd- unarefni (maurasýru eða kofa- salt), en í Danmörku og Svíþjóð eru íblöndunarefni lítið notuð, og þar er grasið yfirleitt forþurrkað áður en það er hirt. Nú er votheysverkun gjarnan skipað í flokk með líftækni (bio- teknik). Leitast er við að mynda snögglega nægilega sýru í heyinu til að koma í veg fyrir vöxt óæski- legra gerla og draga úr áhrifum skaðlegra hvata (ensyma). í geymslunni má engin gerla- starfsemi fara fram, en þá verður pH að vera undir 4,2 og auk þess verður að útiloka allt loft frá hey- inu. Annars þrífast ger- og myglu- sveppir, því að þeir geta þolað lágt sýrustig. Þegar heyið er tekið úr geymslunni mega ekki verða á því breytingar, en þá verða gersveppir í því að vera í lágmarki. Við aðra líftæknilega fram- leiðslu er lögð mikil áhersla á að auðvelt sé að endurtaka fram- leiðsluna þannig að árangur verði ætíð sá sami. Einn aðalvandi við votheysgerð er hve margir breyti- legir þættir hafa áhrif á árangur- inn. Þar má nefna grasafræðilega samsetningu hráefnisins, þurrefni og efnainnihald, mismargar og mismunandi örverur í hráefninu, veðurfar við hirðingu, hlöðugerð, tækni við slátt og hirðingu o.fl. Þessi breytileiki er miklu meiri við votheysgerð en aðra líftæknilega framleiðslu, t.d. osta- eða sultu- gerð svo að dæmi séu tekin. Af mörgum tilraunum með vot- heysverkun í loftþéttum umbúð- um má draga þá ályktun að ekki þurfi að vera nein vandræði við að verka vothey úr grasi ef prótein í því er minna en 21% og sykur meiri en 10% af þurrefni. Góð votheysverkun er fyrst og fremst tæknilegt úrlausnarefni. Hirðingarhraði. Sé sleppt því tapi á næringarefnum sem verður í heyi á velli og í afrennslisvökva úr heyinu, ætti verkunartap við votheysverkun ekki að fara yfir 5%. Meiri rýrn- un, sem oft verður í reynd, hlýtur að stafa af niðurbroti vegna loft- aðgangs við votheysverkunina. I tilraunum með hirðingarhraða Freyr 461

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.