Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 25

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 25
Lifa fjölskyldubúin? Fólksfjölgun á síðustu áratugum hefur víðast verið rúmt 1% árlega og neysla vaxandi. Við lok þessar- ar aldar verður fólksfjölgun í flest- um löndum Vestur-Evrópu líklega um 0,5% árleg aukning og þess vænst að almenn neysluaukning matvöru verði hverfandi. Því er nú almennt spáð mun minni aukningu í framleiðslu en verið hefur til þessa. Gert er ráð fyrir um 2% aukningu í svína- og kjúkl- ingaframleiðslu á næstu árum, en aðrar greianr leyfa innan við 1% / Evrópulöndum eru menn stadrádnir í aö viðhalda fjölskyldubúinu í búskap. heildarframleiðslunni, en afgang- urinn verði framleiddur af fjölda bænda sem hafa aðeins hluta af framfæri sínu af búvörufram- leiðslu. Til mikillar furðu þá virð- ist stefna í líka uppbyggignu land- búanðarframleiðslu og í Sovétríkj- unum sem þróaðist í þessa átt frá allt öðrum sjónarhóli. í Austan- tjaldslöndunum er iðnvæðing mat- vælaframleisðlu í fjárfrekum ein- ingum orðin til út frá pólitískri hugmyndafræði en ekki vegna þrýstings markaðsaflanna. í Evrópulöndum eru menn víða staðráðnir í að viðhalda fjöl- skyldubúum í landbúnaðarfram- leiðslunni. Til að slíkt megi takast krefst að þremur skilyrðum sé fullnægt. I fyrsta lagi vissrar markaðsstjórnunar til að draga úr óheppilegum sveifluáhrifum frá matvælaútflutningsþjóðum. Hér er lykilatriði hvernig brugðist er við sveiflum í kornverði. í öðru lagi jöfn tækniþróun sem tryggi jákvæða hagræðingu innan land- búnaðarins og lækkandi verð til neytenda. í þriðja lagi öflug þjónustustarfsemi fyrir landbún- aðinn á sviði fjármögnunar, leiðbeininga, rannsókna og mark- aðsþróunar. Þær þjóðir Evrópu sem standa utan efnahagsblokk- anna hafa sýnt að þegar þessum skilyrðum er fullnægt er fjöl- skyldubúið ákaflega vel sam- keppnisfært. / spá um landbúnað í Bandaríkjunum til aldamóta er gert ráð fyrir að um 50 000 risabú framleiði um 75% af heildarframleiðslunni. Evrópu frá þeim tíma. Frá 1960 til 1980 hefur kjúklingaframleiðsla aukist um 7% á ári til jafnaðar. Aukning í eggja- og svínakjöts- framleiðslu er nú 3% á ári. Nautakjötsframleiðsla sýnir um 3% árlegan vöxt en sú framleiðsla er verulega sveiflukennd á tíma- bilinu. Aukning í mjólkurfram- leiðslu er um 2% á ári. Á sama tíma hefur samdráttur í vinnuafli verið yfir 3% á ári í landbúnaðar- framleiðslu og framleiðsla hefur því aukist með áður óþekktum hraða og meira en í öðrum grein- um atvinnulífs. Þróun í Bandaríkj- unum hefur verið hliðstæð á þessu tímabili. árlega aukningu. í Efnahags- bandalaginu er landbúnaðarfram- leiðsla nú almennt um 10% um- fram markaðsþarfir og á þessum markaði þarf að verða jafnvægi áður en nokkurs stöðugleika er að vænta. Bandaríkjamenn hafa nýverið birt skýrslu em væntanlega þróun í landbúnaði til aldamóta. Þar er gert ráð fyrir enn harðari sam- keppni innan landbúnaðar en áður og stórfelldri aukinni hag- ræðingu í framleiðslu. Gert er ráð fyrir að um 50.000 landbúnaðar- iðjuver framleiði um 75% af Freyr 473

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.