Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 31

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 31
árið 1853 og er staðsett á einum vinsælasta ferðamannastað Júgó- slavíu, í borginni RIJEKA. TOR- PEDO verksmiðjurnar byrjuðu í framleiðslu á gufuvélum og ýmiss konar öðrum málmiðnaði en eftir heimstyrjöldina síðari urðu þeir fyrstir í Júgóslavíu til að hefja framleiðslu á dieselvélum ásamt framleiðslu á diesel rafstöðvum, vörubflum og dráttarvélum. Á árunum 1975 til 1985 átti sér stað mikil uppbygging í fram- leiðslu á dieselvélum og dráttar- vélum í samstarfi við KLÖC- KNER — HUMBOLDT — DE- UTZ AG í Vestur Þýskalandi. Núna framleiða TORPEDO nú- tímalegar dráttarvélar í háum gæðaflokki, traktorsgröfur, dies- elmótora og diesel rafstöðvar. TORPEDO dráttarvélar eru framleiddar í stærðum frá 45 hö — 170 hö. Þessar dráttarvélar eru nútíma- legar í hönnun og útliti og hafa víðtæka möguleika til notkunar í Iandbúnaði, iðnaði, flutningi og allra handa vinnu þar sem krafist er langtíma notkunar við erfiðar aðstæður. Þær eru öruggar og þægilegar í notkun, byggðar á einfaldleika í hönnun og meðhöndlun og með lága eldsneytiseyðslu. Húsið er af gerðinni „CLOSED CAPSULE SYSTEM“ en það eru hús sem útbúin eru sem sjálfstæð eining og fest á dráttarvélina með gúmmí- púðum og með sérstaka hljóðein- angrun sem gefur samkvæmt OECD staðli sem er sjálfstæður prófunaraðili sem gefur út prófan- ir á flestum dráttarvélum, hávaða í húsi undir 84 desibel sem er sama og gerist best nú á tímum. TOR- PEDO dráttarvélin er útbúin með öflugri miðstöð, þurrkum framan og aftan með rúðusprautu, frá- bærum ljósabúnaði framan og aft- an, sjálfvirku viðvörunarkerfi sem gefur til kynna síuskipti, smur- þrýsting, hita, læsingu mismuna- drifs, tengingu handbremsu o.fl., lúxus loftpúða hægindasæti, fram- brettum, 3 x tvívirkum vökva- úttökum, fjölhæfu fjölstillanlegu og kraftmiklu vökvakerfi og síðast en ekki síst loftkældum dies- elmótor sem gefur minna viðhald og lægri bilanatíðni, (80% af bil- unum á vatnskældum vélum má rekja til vatnskælikerfis). Eins og sjá má af þessari upp- talningu er hér um að ræða lúxus- dráttarvél í útbúnaði, en verðið eitt það lægsta á markaðnum eða frá kr. 390.000 og vegna þess erum við vissir um að þessi TOR- PEDO dráttarvél á eftir að taka stóran hluta dráttarvélamarkaðar- ins á næsta ári. Á þessu ári feng- um við aðeins fáar vélar vegna mikillar eftirspurnar um allan heim og er sú sending sem við fáum að verða uppseld og viljum við því benda bændum á að panta strax. DEUTZ dráttarvélar — ÓDÝR LÚXUS. í yfir 30 ár hefur DEUTZ þjónað bændum og gerir enn þann dag í dag. DEUTZ dráttarvélarnar þarf ekki að kynna, því að allir vita að þær hafa haft sama standard og MERZEDES BENZ hefur á bfla- markaðnum enda hvort tveggja vestur-þýsk framleiðsla í hæsta gæðaflokki. Einnig er gaman að geta þess að nú nýverið hafa KLÖCKNER — HUMBOLDT — DEUTZ AG og DAIMLER BENZ sameinað framleiðslu sína á MB TRAC og INTRAC með stofnun á nýju fyrirtæki sem er með 60% eignar- hlutdeild KHD og 40% DM: Má ætla að með þessu samstarfi aukist enn frekar forskot þessara fyrir- tækja varðandi gæði og endingu. KHD hafa einnig keypt upp ALLIS dráttarvélaverksmiðjurnar í Bandaríkjunum og selja nú DEUTZ dráttarvélar í Bandaríkj- unum undir nafninu DEUTZ — ALLIS. Að síðustu hafa KHD keypt MWM verksmiðjurnar í Vestur-Þýskalandi sem framleiða stórar og litlar díeselvélar sem meðal annars má finna í Fendt dráttarvélum. KRONE heyvagnar og rúllubindivélar — Hámarksgæði á lágu verði. Á hverju árinu á fætur öðru koma KRONE með byltingakenndar nýjungar sem flestar eru fyrr eða síðar teknar upp af keppinaut- unum. Allir sem nota heyvagna vita að mest mæðir á sópvindu og jöfn- unarhlera og það vita þeir hjá KRONE líka því að á þessu ári kemur hjá KRONE í fyrsta skipti galvasineruð sópvinda og jöfn- unarhleri. Fyrir eru byltingarkennd atriði eins og galvaniseraðar og plast- Freyr 479

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.