Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 8

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 8
Háttemi og samlíf loödýra Þekking sem getur komið loðdýrabóndanum að gagni. Þýðing á grein eftir Bjarne O. Braastad rannsóknarmann við alifugla- og loðdýradeild Norska búnaðarháskólans. Birtist í Norsk pelsdyrblad nr. 7 1985. Á loðdýrabúum eru dýrin á náinni snertingu hvert við annað og við menn. í náttúrunni er fjarlægð milli dýra miklu meiri og þau sjá næstum aldrei menn. í>ví er það að miklar kröfur eru gerðar til samfé- lagslegs atferlis dýra, eigi þau að geta aðlagað sig lífi á loðdýrabúi. Bændur og loðdýrahirðar geta greitt fyrir þessari aðlögun og þannig komist hjá því að skeppn- urnar verði öttaslegnar og tauga- veiklaðar. Forsenda fyrir þessu er að menn þekki ofurlítið til þess hvernig dýrin hegða sér venjulega og einkum til þess sem nefnt er félagslegt atferli þeirra. í þessari grein ætla ég þess vegna að taka til meðferðar þrjú atriði félagslegs atferlis: félagslegan þroska, fé- lagslega stöðu og landsvæði og „mál“ dýranna og benda á á hvern hátt menn geta notfært sér þekk- ingu á þessum sviðum við dagleg störf. 1. Félagslegur þroski. Hjá öllum spendýrum mótast persónuleiki einstaklingsins af því sem hann reynir snemma á æfinni. Skepnan þarf mikið að læra til þess að félagsleg hegðun hennar þroskist eðlilega. Öll rándýr, t.d. hundur, köttur, minkur og refur, öðlast mikilvæga reynslu á unga aldri þegar þau eiga afar auðvelt með að læra hvers konar einstak- linga þau geta haft félagslegt sam- neyti við síðar á æfinni. Á fyrsta skeiðinu læra þau að þekkja sérkenni sinnar eigin teg- undar. Litlu síðar læra þau í leik með systkinum sínum rétta félags- hegðun tegundarinnar og einnig að hvaða kyni hvert einstakt at- ferli beinist. Þetta er nefnt samfé- lagsleg aðlögun og á þessu tímabili eiga dýrin að fá að leika við systkini af báðum kynjum. Mikilvægasta tímabil fyrir samfélagslega aðlögun hjá mink virðist vera 5—10 vikna aldur. Kanadískar athuganir hafa sýnt að högninn lærir að beita mikilvæg- ustu atferlismynstrum tilhugalífs og pörunar á réttan hátt með því að leika sér við systkinahópinn á 5—10 vikna aldursskeiði og helst líka eftir 10 vikna aldur. Ef þeir fá ekki tækifæri til þessa, nota högnar lengri tíma til pörunar, (McLennon & Bailey 1972). í leikjum eftir sjö vikna aldur lærir minkalæðan hvernig hún á að verjast áleitni högnans þegar hún er ekki lóða, (Gilbert og Bailey 1969). Sé hún tekin of snemma frá bræðrum sínum verð- ur erfiðara fyrir högnann að sjá á hegðun hennar á pörunartímanum hvort hún er lóða. Ef læðuhvolpar og högnahvolpar eru aðskildir fyrir 7—10 vikna aldur getur það leitt til þess að þeir nái ekki að greina þá nákvæmu samhæfingu í hegðun hvers annars sem er nauð- synleg til þess að pörun heppnist vel. Ef hvolpar eru vandir frá móður sex vikna gamlir er þess vegna mikilvægt að margir hvolp- ar fái að vera í sama búri minnst mánuð í viðbót. Best er að hafa einn högnahvolp og einn læðu- hvolp saman. Tilsvarandi athuganir á þróun kynhegðunar hafa ekki verið gerðar á refum, en tímamunur á þeim þróunarferli getur varla ver- ið mjög frábrugðinn því sem er hjá ntink. Hegðun þróast svo til jafn hratt hjá öllum rándýrum. HAGNÝT NOT. Pað er mikilsvert að loðdýr fái góð kynni af mönnum þegar á hvolps- aldri til þess að koma í veg fyrir að hirðir eða aðrir menn valdi þeim óróa þegar þau síðar eignast hvolpa. Unnt er að koma í veg fyrir að dýrin verði óttaslegin af því að sjá menn standa allt í einu framan við búrið með því að tala við þau eða jafnvel að syngja ofurlítið, þannig að dýrin verði vör við menn í nokkurri fjarlægð. Maður sem læðist um búið hagar sér eins og rándýr mundi gera og það gerir dýrin tortryggin. Spjall- aðu við hvolpana þegar þú hand- fjallar þá og deplaðu augunum nokkrum sinnum ef hvolpurinn horfir á þig. Ef menn stara á dýr Ef ungviði dýra kynnist öðrum einstakl- ingum en móður og systkinum geta þau hœnst að þeim, t.d. að mönnum. Myndin erafJóni Gíslasyni á Hofi í Vatnsdal með Iteimaalinn yrðling, tófuna Tólu, fullu nafni heitir hún Pórunn Halldóra. 456 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.