Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 14

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 14
Hirðing í vothey með heyhleðsluvagni, sjálfmatara og saxara á Porvaldseyri undir Eyjafjöllum. (Ljósm. Magnús Óskarsson). eöa hvaða mismunur væri á vot- heyi, sem var sett strax í loftþéttar umbúðir og hins vegar því sem blandað var 4% eða 8% súrefni, sem átti að svara til þess að hirð- ing tæki annars vegar 1 sólarhring og hins vegar 2, kom fram að meltanleiki votheysins minnkaði við meira súrefni og kænrist loft að síðar, þ.e. við opnun, minnkaði hann enn. í öðru erindi á fundinum var skýrt frá mælingum á hita í votheysturnum, sem tæmdir voru að ofan. í turninum var yfirborðs- hiti 23°C, þegar byrjað var að tæma þá og síðan fór hiti hækk- andi niður á við í um það bil tveggja m dýpt. Þar var að meðal- tali 34°C. Fyrst eftir að farið var að gefa úr turninum hækkaði hiti í yfirborðinu, og þegar gefið hafði verð úr turninum í 2 vikur ( 40— 50 cm lag) var hiti í yfirborðinu 462 Freyr 38°C, en í 2 m dýpt var hann enn 34°C. Hitamyndunin verður vegna efnabreytinga, þar sem loft kemst að. Hækkun hitans í yfirborðinu verður vegna lofts sem kemst að heyinu þegar verið er að tæma turninn en dýpra í stæðunni vegna lofts sem var í heyinu við hirðingu. Hitinn í yfirborði varð hæstur um það bil viku eftir að farið var að gefa úr turninum. Pað eru einkum gersveppir og bacillus gerlar, sem koma efnabreytingunum af stað. Hitinn dýpra í stæðunni myndast þar við hirðingu. Sú orka sem er í glúkósa í heyinu breytist í varma við sýringu (oxidering) og þessum varma er haldið við með frumu- öndun meðan súrefni er í stæð- unni. Með því að loka votheys- stæðu strax gengur súrefni í stæð- unni fljótt til þurrðar vegna frumuöndunar grassins. Með því að lækka pH með maurasýru stöðvast einnig starf hvata (en- syma) í heyinu. Þessar rannsóknir sýna að leggja verður töluverða áherslu á að votheyshlöður séu fylltar sem hraðast og það er auðveldara að fá gott vothey úr tveimur litlum gryfjum en einni stórri. Söxun. Öll meðferð heysins verður léttari við söxun. Löng strá valda því að heyið hangir saman. Þegar stubb- lengd er minni en 5 cm fellur heyið auðveldlega sundur og með- ferð þess verður auðveld. Ýmis tæmitæki og sjálffóðrarar verka ekki fullkomlega nema strálengd sé um 2 cm. Stutt strá falla betur saman en löng, þannig að meira kemst á hvern vagn af söxuðu grasi en ósöxuðu. Þetta kemur að sjálf-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.