Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 32

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 32
húðaðar hliðar og einn einfaldasíi og fullkomnasti uppítökubúnaður sem fyrirfinnst á markaðnum. Þessi hönnun á uppítökubúnaði gefur hámarksafköst með einna lægstu aflþörf sem fyrirfinnst á markaðnum. Botnfæriband, sópvinda og beisli eru vökvaknúin og er hægt að fá rafstýringu á allan vagninn ef menn óska. KRONE TURBO 2500 er 24 rúmmetra á einni hás- ingu og kostar kr. 495.000. KRONE TURBO 3200 T er 32 rúmmetra á tvöfaldri tandemhás- ingu og kostar kr. 589.000 og KRONE TURBO 5000 T er 32 rúmmetra á tvöfaldri tandemhás- ingu með losunarbúnaði og færi- bandi og kostar kr. 785.000. Hægt er með einu handtaki að skipta um fjölda hnífa úr engum í 6, 12, 18 eða 35 og er hnífasettið útbúið með alsjálfvirku út- sláttaröryggi. Við skorum á bænd- ur að finna vagn með minni afl- þörf sem er fljótari að hirða og er með lægri bilanatíðni. Jafnframt minnum við á afborgunarkjörin til allt að fjögurra ára á öllu verðinu, og ekki má gleyma að nefna að verðið er eitt það lægsta á mark- aðnum. Rúllubindivélarnar frá KRONE þarf varla að kynna því að þær hafa síðastliðin ár verið ein af þeim mest seldu hér á landi og eru Krone rúllubindivél. landsfrægar fyrir áreiðanleika og lága bilanatíðni. Rúllubinding með KRONE er mjög einföld og þægileg og aldrei þarf að fara af dráttarvél meðan á bindingu stendur. Bindingin er alsjálfvirk frá 5 bandrúllum og aðeins þarf að gefa merki til bindingar, þegar rúllun er lokið. Þrýstimælar beggja megin segja til um hvort bindingin sé ekki jöfn og hvort rúllun sé lokið. Sópvinda er með tveimur landhjólum og jafnframt er sópvinda og opnunarhleri hvort tveggja vökvaknúið. Aflþörf KRONE rúllubindivél- anna er ein sú lægsta sem finnst. Upphreinsun af velli er mjög góð og rúllun þess og jöfn. KRONE rúllubindivélarnar hafa í áranna rás verið ein af mest seldu vélun- um á markaðnum og er það vegna þess að hún hefur sýnt að þegar á reynir er hún traust, áreiðanleg og einföld í meðhöndlun og skilar hámarksafköstum viða allar að- stæður. Hægt er að fá fjarrafstýr- ingu á alla vélina ef menn vilja. Matvælaframleiðslan í heiminum. Framhald afbls. 455. Að lokum segir að bandarískir bændur búi við verslunarhöft og að þeir keppi á heimsmarkaði við bændur í öðrum löndum sem framleiða ódýrt. Búvöruútflutningur frá Bandaríkjunum sem hafi numið 44 milljörðum dollara 1981 hafi farið niður í 27,5 milljarða 1986. Fjöldi manns í Bandaríkjun- um prediki samdrátt í landbúnaðar- rannsóknum og leiðbeiningaþjónustu vegna þess að kostur sé á umframbirgðum matvæla. En það sé vitanlega alrangt. Þjóðin eigi í harðri samkeppni á alþjóðamarkaði við aðra sem séu að endurbæta framleiðsluaðferðir sínar. í þessari samkeppni geti hún ekki slakað á og treyst á unnin afrek í fortíðinni. Bandaríkjamenn verði að finna nýja útvegi og notfæra sér fljótt og vel hin mörgu úrræði, sem rannsóknir og framþróun í landbúnaði veita. Eins og sjá má af framanrituðu eru vanda- mál landbúnaðar um margt lík hvert sem litið er. Það er því fróðlegt og lærdómsríkt að kynnast því hvernig aðrar þjóðir taka á þeim viðfangsefnum hjá sér. J.J.D. 480 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.